Þrifalegt í þágu Mottumars

Í mars viljum við hampa okkar mottum og leggja árlegu Mottumars átaki Krabbameinsfélagsins lið. Allar tekjur mottuþjónustu Daga í mars renna óskiptar til átaksins og styrkja með þeim hætti mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins.

sjá Nánar
HAFA SAMBAND

Dagar vinna með ánægju

Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.

Á döfinni

19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT
ALLAR FRÉTTIR