24
.
October
2018

Dagar og Gámaþjónustan í samstarf

Dagar þjónusta starfsfólk Gámaþjónustunnar með hádegismat.

Starfsfólk Gámaþjónustunnar getur valið um tvo heita rétti fisk, kjöt eða annan rétt ásamt súpu og veglegum salatbar með girnilegu brauði.

Lögð er áhersla á hollan og góðan heimilismat, gott hráefni  með fjölbreytni að leiðarljósi.

Að auki geta bílstjórar Gámaþjónustunnar borðað í Kaffi Garði í Húsasmiðjunni Skútuvogi eða hjá Flugger en Dagar sjá þar um veitingaþjónustu.

 

Samhliða þessum samningi munu Dagar beina sínum viðskiptum til Gámaþjónustunnar er varða sorphirðu.

 

TENGT EFNI