31
.
May
2019

Veitingasala Daga í Höfðabakka 9

Dagar hafa opnað veitingasölu í Höfðabakka 9  til að þjónusta fyrirtækin á svæðinu með heitan mat í hádeginu. Ávallt er boðið upp á þrjá rétti ásamt súpu og ferskum salatbar.

Tilvalið fyrir starfsfólk í húsinu til að hitta vinnufélaga sína, fá hollan og góðan heimilismat og spara sér að leita lengra út fyrir húsið til að matast á vinnutíma. Starfsmenn hússins nýta sér mötuneytið fyrir utan hádegismatartímann til að skipta um umhverfi og skreppa niður í kaffi og smá spjall.  Mötuneytið er einnig opið fyrir starfsfólk í næsta nágrenni og gesti og gangandi.  

   

Salurinn er síðan leigður út á kvöldin og um helgar. Vinsamlegast sendið fyrirspurn varðandi leigu á salnum á póstfangið  hofdabakki@dagar.is

 

TENGT EFNI