Hollt fæði við allra hæfi

Góður og næringarríkur matur er grundvöllur þess að geta látið gott af sér leiða í leik og starfi. Fjölbreytt fæða getur skipt sköpum í afkastagetu starfsmanna og almennri vellíðan þeirra.

Rekstur mötuneyta

Dagar sjá um rekstur á mötuneytum hjá stærri fyrirtækjum þar sem eldað er á staðnum. Lögð er áhersla á gott hráefni, fjölbreytni og góða þjónustu. Matreiðslumenn, matráðar og annað starfsfólk leggur áherslu á fallega framsetningu á matnum og að skapa gott andrúmsloft til að auka ánægju og vellíðan starfsfólks.  


Hæfni og fagmennska

Við leggjum áherslu á þjálfun og kennslu. Allt okkar starfsfólk í mötuneytum hefur lokið námskeiðum í hreinlætis- og gæðamálum og fengið þjálfun í öruggri meðhöndlun matvæla. Við leggjum einnig áherslu á að ráða til okkar starfsfólk sem býr yfir frumkvæði og hefur ánægju af sínum störfum. Fagleg og vönduð vinnubrögð auka starfsánægju og það skilar sér alla leið til viðskiptavinarins.

Gæðakerfi

Veitingasvið Daga vinnur samkvæmt HACCP 3 sem er efsta stig HACCP eftirlitskerfisins í matvælaiðnaði. Við leggjum mikið upp úr því að starfsmenn okkar uppfylli þær kröfur sem staðallinn felur í sér. Með HACCP 3 höfum við skjalfest þau vinnubrögð sem við teljum nauðsynlegt að ástunda til að vera á meðal þeirra fremstu í greininni. Við leggjum okkur fram um að nota Svansvottaðar vörur í matvælaframleiðslu Daga og við þrif á vinnslusal okkar og í þeim mötuneytum sem við rekum.Matseðill vikunnar

SÆKJA PDF
Vikan 27. janúar - 2. febrúar

Þemadagar

Ef þemadagar eru í gangi þá getum við mætt í fyrirtækið með mat og þjónustu sem hæfir tilefninu. Þemadagar eru góð leið til að brjóta upp hversdagsleikann og bjóða upp á framandi og óvenjulega rétti.

Skólar

Veitingasvið Daga býður leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum heildarlausnir í mötuneytisþjónustu. Við höfum á að skipa öflugu teymi starfsmanna með góða reynslu af þessari þjónustu. Í boði er matseðill sem tekur mið af lýðheilsuráðleggingum Landlæknis.

Viðburðir

Ertu að skipuleggja stóran viðburð og þarft öflugan samstarfsaðila til að sjá um mat og drykk og jafnvel frágang og þrif? Dagar sjá til þess að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessum málum og getir í staðinn einbeitt þér að viðskiptavinum, vinum og fjölskyldu meðan á viðburðinum stendur.

Gjafir

Dagar taka að sér að útbúa girnilegar gjafakörfur. Stærð og verð þeirra fer eftir óskum viðskiptavina. Körfurnar eru innpakkaðar og er hægt að velja úr vönduðu úrvali gjafa.

Veitingastaðir

Dagar reka veitingastaðina Kaffi Garð í Húsasmiðjunni/Blómavali í Skútuvogi og Kaffi Flügger í húsakynnum Flügger að Stórhöfða 44. Þar bjóðum við alla virka daga upp á rétti dagsins ásamt súpu og salatbar, tilbúna rétti úr Dagalínunni ásamt öðru góðgæti. Kaffi Garður er jafnframt opinn á laugardögum og þá er hægt að kaupa léttan hádegisverð á góðu verði.

FÁ TILBOÐ Í ÞJÓNUSTU