Vinnustaðalausnir

Mottuþjónusta

Hlýjar móttökur með fallegum og hreinum mottum. Við erum með frábært úrval af endingargóðum gólfmottum sem koma í veg fyrir að bleyta og óhreinindi berist um húsnæðið þitt.
Með mottuþjónustu Daga gerum við fyrirtækjum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og láta okkur um að halda gólfmottum fyrirtækisins hreinum og öruggum.

fá tilboð í þjónustu
HAFA SAMBAND

Motturnar okkar eru með hálkuþolið gúmmíhúðað yfirborð sem ætlað er að stöðva ryk, óhreinindi og raka við dyrnar og veita þar með hámarks öryggi.
Háþrýst og hitaþolið nælonið fangar óhreinindi vel og lengir líftíma mottunnar. Undirlag mottunnar er útbúið þannig að hún haldist á sínum stað á gólfinu.

AF HVERJU SKIPTA MOTTUR MÁLI FYRIR FYRIRTÆKIÐ ÞITT?

aukin ending gólfefna

Mottur grípa óhreinindi sem berast inn með fólki. Þær halda ekki einungis gólfefnum hreinum heldur draga einnig úr rekstrarkostnaði.

vörn á álagssvæðum

Óhreinindi sem berast inn á gólf hafa slæm áhrif á bón og teppi. Mottur veita vörn gegn álagi á fjölförnum svæðum og geta gripið 85% óhreininda sem berast inn með fótgangandi umferð.

minni SLYSAHÆTTA

Mottur taka í sig raka og vökva sem berst inn með fótgangandi gestum og draga þar með úr slysahættu og lengja líftíma teppa.

ÁVINNINGUR FYRIRTÆKJA AF MOTTUÞJÓNUSTU DAGA

EKKERT BIRGÐAHALD

Fyrirtæki í mottuþjónustu Daga þurfa ekki að halda utanum stórar birgðir tegunda motta. Dagar eru með stórt úrval motta aðgengilegt viðskiptavinum eftir þörfum.

MOTTUM skipt út tvisvar í mánuði

Við sækjum og skiptum út mottum tvisvar í mánuði og tryggjum að fyrirtækið þitt sé ávallt með hreinar og öruggar mottur.

SVEIGJANLEG ÞJÓNUSTA

Með breyttum aðstæðum breytast þarfir fyrirtækja og erum við þá til þjónustu reiðubúin við að endurskoða þær lausnir sem þið hafið þörf fyrir.

PANTAÐU SAMTAL OG VIÐ FINNUM LAUSN SEM HENTAR ÞÍNU FYRIRTÆKI

Loading...