Sérsniðnar lausnir

Sérhæfing og gagnkvæmt traust eykur skilvirkni og gæði. Við höfum þróað sérsniðnar lausnir fyrir ólíkar atvinnugreinar og starfsemi. Lausnirnar eiga það sammerkt að nýta sérþekkingu okkar, forða og innviði til að auka skilvirkni og hagkvæmni og auðvelda þér að ná afburða árangri í kjarnastarfseminni. Við vinnum þétt við hlið þér og sköpum virðisauka með sérþekkingu okkar og reynslu.

HAFA SAMBAND

Hótelþrif

Við hjálpum hótelum að skapa jákvæða upplifun og auka öryggi gesta og starfsfólks með framúrskarandi ræstingarþjónustu.  

Dagar bjóða heildstæða lausn á þrifum á hótelum. Með úthýsingu á þrifum getur þú breytt föstum kostnaði í breytilegan og mætt þannig álagssveiflum á hagkvæman og öruggan hátt. Við setjum sóttvarnir og hreinlæti í fyrsta sæti og tryggjum öryggi gesta og starfsfólks með vel skilgreindum verkferlum, skjalfestu gæðaeftirliti og innsigli á herbergi, allt eftir þínum óskum. Þjálfun starfsfólks okkar miðar að því að gera upplifun gesta hótelsins sem besta.

Nánari upplýsingar
 • Herbergjaþrif
 • Þrif á sameiginlegum svæðum
 • Aðstoð við morgunmat
 • Umsjón með líni og þvottahúsi
 • Stjórnun, stýring, gæðaeftirlit

Heimaþjónusta
aldraðra

Dagar taka að sér heimaþjónustu við aldraða fyrir sveitarfélög.

Þjónustan felst í aðstoð við daglegar athafnir þannig að einstaklingar geti dvalið lengur í heimahúsum og er auk þess liður í að fyrirbyggja félagslega einangrun og viðhalda lífsgæðum þeirra. Dagar nýta sérhæfða tæknilausn til að skipuleggja þjónustuna og fylgjast með framkvæmdinni. Verkkaupi og aðstandendur geta (með samþykki skjólstæðings) fylgst með framgangi þjónustunnar sem veitir aðstandendum aukið öryggi varðandi velferð þeirra nánustu.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
 • Regluleg ræsting
 • Taka til mat og drykk
 • Gefa forpökkuð lyf
 • Öryggisinnlit
 • Búðarferðir
 • Aðstoð við að klæðast/afklæðast
 • Aðstoð við að fara í bíl
 • Nærvera og félagsskapur
 • Gönguferðir
 • Aðstoð við þvott og frágang
 • Létt tiltekt í eldhúsi og baðherbergi
 • Losa rusl
 • Setja í uppþvottavél
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Annað

Þrif í matvælaiðnaði

Dagar eru í fremstu röð í þrifum í matvælaiðnaði. Sérhæft starfsfólk Daga vinnur eftir skýrum og skjalfestum verkferlum sem skila framúrskarandi gæðum. Stærstu matvælafyrirtæki landsins í vinnslu sjávarafurða, landbúnaðarafurða og í matvælaiðnaði eru meðal viðskiptavina okkar. Við leggjum áherslu á gæði, rekjanleika og öryggi í framleiðsluferli viðskiptavina okkar með hágæða þrifum samkvæmt ýtrustu kröfum og stöðlum.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
 • Skilgreint gæðaeftirlit / gæðahandbækur
 • Þrifamælingar ATP / RODAC
 • Starfsmannahald
 • Þrifa- og sótthreinsiefni
 • Tæki og búnaður
 • Skjalfesting og daglegt gæðaeftirlit
 • Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf
 • Öryggi í gæðum og afhendingu

Mötuneytisrekstur

Dagar sjá um rekstur á mötuneytum hjá stærri fyrirtækjum þar sem eldað er á staðnum. Lögð er áhersla á gott hráefni, fjölbreytni og góða þjónustu. Matreiðslufólk, matráðar og annað starfsfólk leggur áherslu á fallega framsetningu á matnum og að skapa gott andrúmsloft til að auka ánægju og vellíðan starfsfólks.

Þvottahúsarekstur

Við sjáum um rekstur þvottahúsa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Starfsmannahald, þjálfun og kennsla eru mikilvægir þættir til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi starfsfólks.
Við léttum viðskiptavinum okkar lífið með því að sinna rekstri sem við erum góð í og losum stjórnendur þeirra og starfsfólk þannig við áreiti svo að þeir geti betur einbeitt sér að kjarnastarfseminni í sínum rekstri.