Það skiptir máli að koma vel fyrir

Eitt það fyrsta sem við tökum eftir þegar við komum inn í fyrirtæki eða stofnanir er útlit þeirra. Hrein og vel þrifin húsakynni eru stór hluti af ímynd fyrirtækja auk þess að vera nauðsynleg heilsu og vellíðan starfsmanna.

Öflugt starfsfólk Í RÆSTINGUM

Velgengni Daga er fólgin í okkar frábæra starfsfólki. Það er framúrskarandi þjónustuviðhorf þess og fagmennska sem uppfyllir væntingar viðskiptavina Daga. Við leggjum mikla áherslu á kennslu, þjálfun og starfsþróun og viljum að okkar fólki líði vel í vinnunni. Aðlaðandi vinnuumhverfi og ánægt starfsfólk gerir okkur kleift að skila viðskiptavinum okkar hágæða þjónustu.

SVANSVOTTUN

Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð. Svansvottun tryggir að umhverfisvæn efni séu notuð í ræstingar og að önnur umhverfisáhrif séu lágmörkuð. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi umhverfisvottun í heiminum.

HEIMASÍÐA SVANSINS

Daglegar ræstingar

Dagar bjóða sveigjanlegar heildarlausnir í ræstingum fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnana. Við metum þarfir fyrirtækisins og finnum hagkvæmar lausnir sem falla að þínum óskum. Skýrir verkferlar okkar tryggja framúrskarandi þrif frá fyrsta degi.

Við þjálfum starfsfólkið okkar vel og leggjum áherslu á skýra verkferla. Við notum bestu áhöld, tæki og vélar sem völ er á og Svansvottuð ræstingarefni. Það skilar sér í betri gæðum í ræstingum og jákvæðum áhrifum á umhverfið.

 • Sveigjanleg þjónusta sem miðuð er við þarfir hvers viðskiptavinar
 • Starfsmannahald, þjálfun og kennsla í samræmi við ítrustu kröfur hvers viðskiptavinar
 • Hágæða áhöld, tæki og vélar
 • Svansvottuð ræstingarefni

Ræstingar á heilbrigðissviði

Við höfum lagt áherslu á að efla sérhæfingu okkar í þrifum á heilbrigðissviði. Starfsfólk okkar sér um þrif á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum; sjúkrahúsum, skurðstofum, öldrunarheimilum, læknastofum, rannsóknarstofum og heilsugæslum.

 • Sveigjanleg þjónusta sem miðuð er við þarfir hvers viðskiptavinar
 • Starfsmannahald, vinnuföt og afleysingar
 • Starfsmenn okkar fá þjálfun og kennslu í samræmi við ítrustu kröfur hvers viðskiptavinar
 • Skipulagt og skjalfest gæðaeftirlit
 • Hágæða áhöld, tæki og vélar
 • Svansvottuð ræstingarefni

Þrif í matvælaiðnaði

Dagar eru í fremstu röð í þrifum í matvælaiðnaði. Sérhæft starfsfólk okkar vinnur eftir skýrum og skjalfestum verkferlum sem skila framúrskarandi gæðum. Stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal viðskiptavina okkar; fisk- og kjötvinnslur, sælgætisframleiðendur og veitingahúsakeðjur. Viðskiptavinir okkar leggja mikla áherslu á mikilvægi þrifa og hreinlætis í matvælaframleiðslu ásamt skjalfestum árangri.

Boðið er upp á sérsniðnar lausnir sem henta hverjum og einum viðskiptavina okkar.

 • Skilgreint gæðaeftirlit / gæðahandbækur
 • Þrifamælingar ATP / RODAC
 • Starfsmannahald
 • Þrifa- og sótthreinsiefni
 • Tæki og búnaður
 • Skjalfesting og daglegt gæðaeftirlit
 • Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf
 • Öryggi í gæðum og afhendingu

Hreingerningar / sérverkefni

Hjá okkur starfar stór hópur fólks sem er sérhæft í öllum tegundum hreingerninga. Við sinnum alhliða þrifum á húsnæði, bónleysingum, bónun og fáumst við ýmis sérverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þekking og reynsla er grunnurinn að vel unnu verki.

 • Hreingerningar
 • Bónleysing, bónun og viðhald gólfa
 • Teppahreinsun
 • Vélskúringar
 • Sérhæfð þrif á steinteppum
 • Þrif á húsgögnum og innréttingum
 • Gluggaþvottur að innan og utan
 • Gluggatjaldahreinsun
 • Iðnaðarþrif (þrif á nýjum íbúðum fyrir afhendingu)
 • Hreinsun eftir bruna eða vatnstjón
 • Sótthreinsun
 • Tyggjóhreinsun
 • Þrif og sótthreinsun á ruslageymslum

Mottuþjónusta

Við erum með frábært úrval af endingargóðum gólfmottum sem koma í veg fyrir að bleyta og óhreinindi berist um húsnæðið þitt. Mottur eru nauðsynleg vörn við innganga og á öðrum álagssvæðum. Þær auka endingu gólfefna og minnka kostnað vegna viðhalds gólfa. Hafðu samband og fáðu faglega ráðgjöf hjá okkur um val og staðsetningu á mottum.

Umsjón með rekstrarvörum

Hjá Dögum færðu gott úrval af vistvænum rekstrarvörum sem viðurkenndar eru með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Við tökum einnig að okkur umsjón með lagerstöðu rekstrarvara í fyrirtækjum og sjáum til þess að ávallt sé nóg af hreinlætisvörum þegar á þarf að halda.

 • Salernispappír
 • Handþurrkur
 • Eldhúsrúllur
 • Handsápur
 • Handgerileyðir
 • Uppþvottalögur
 • Uppþvottaefni
 • Hand- og húðsápur
 • Plast- og sorppokar