Leyfðu náttúrulegri birtu að næra umhverfi þitt.
Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægur hluti af nærandi umhverfi. Hafðu samband og við finnum lausnir sem henta, hvort sem það er stakur eða reglulegur gluggaþvottur.
Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.
Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.
Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.
Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.