Leyfðu náttúrulegri birtu að næra umhverfi þitt.
Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægur hluti af nærandi umhverfi. Hafðu samband og við finnum lausnir sem henta, hvort sem það er stakur eða reglulegur gluggaþvottur.
Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.
Á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá samstarfsfólki.
Neringa Ziukaite, þjónustustjóri, hefur starfað hjá Dögum í tvö ár. Ferðalög eru hennar stærsta áhugamál og hún reynir að ferðast eins mikið og hún getur.
Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig.