Óhindrað útsýni

Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægur hluti af nærandi og metnaðarfullu vinnuumhverfi. Björt og hrein rými stuðla að takmarkalausri sköpunargleði og yfirsýn. Hafið samband og við finnum lausnir sem henta ykkur, hvort sem það er stakur eða reglulegur gluggaþvottur.

sjá Nánar
HAFA SAMBAND

Dagar vinna með ánægju

Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.

Á döfinni

27
.
June
2024

Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri.

LESA FRÉTT
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
ALLAR FRÉTTIR