Hjá okkur færð þú fjölbreytta þjónustu og við getum sniðið hana að þínum þörfum og óskum. Hafðu samband við þjónusturáðgjafa Daga og saman finnum við réttu lausnina, allt frá einstökum þjónustuþáttum yfir í heildarumsjón fasteignar.
Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.
Dagar leita að öflugu sölufólki og sérfræðingum í verkskipulagningu og straumlínustjórnun
Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.
Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga hf var undirritaður nýverið.