Okkar umsjón viðheldur virði fasteigna

Reglubundið viðhald fasteigna og umhverfis þeirra tryggir að fjármunir sem í þeim liggja haldi verðgildi sínu. Sinna þarf viðhaldi af fagmennsku og alúð til að koma í veg fyrir skemmdir og tjón sem annars gæti orðið. Á sama hátt þarf að sinna rekstri fasteigna svo að þær þjóni hlutverki sínu og notendum á sem hagkvæmastan hátt og tryggi vellíðan þeirra sem eyða þar stórum hluta dagsins.

ÖRUGG VIRKNI FASTEIGNA

Mest hagkvæmni í rekstri bygginga næst þegar hvert rými þjónar tilgangi sínum og öll stjórnkerfi starfa samkvæmt forskrift. Með því að nýta þér fasteignaumsjón Daga viðheldur þú virði eignanna og tryggir hámarkshagkvæmni í rekstri hvort sem er til lengri eða skemmri tíma með ánægju eigenda og vellíðan notenda að leiðarljósi.

SAMHÆFÐAR ÞJÓNUSTULAUSNIR

Þarfir viðskiptavinarins liggja til grundvallar í öllu okkar starfi. Dagar bjóða fyrirtækjum og stofnunum samhæfðar þjónustulausnir og vel þjálfað starfsfólk okkar tryggir sveigjanlega þjónustu. Við finnum bestu leiðina hvort sem um er að ræða staka þjónustuþætti eða rekstrarlausn þar sem margir mismunandi þættir koma saman. Hagræðing í kostnaði næst með réttu samhæfingunni.

Hagkvæmni fasteignaumsjónar

Dagar bjóða alhliða lausnir á öllum þeim verkefnum sem falla til í rekstri fasteigna. Umsjón fasteigna krefst starfsfólks með sérþekkingu og réttu verkfærin ásamt góðri mannauðs- og tímastjórnun. Ef margir ólíkir aðilar sinna slíku langtímaverkefni tapast oft yfirsýn og erfitt er að koma á samhæfðum lausnum. Það leiðir ekki aðeins til sóunar á fjármunum og dýrmætum tíma stjórnenda, heldur minnkar notagildi eignarinnar með tilheyrandi rekstrartruflunum.

Í fasteignaumsjón Daga færðu þjónustu er varðar öll verkefni sem tengjast fasteignum og umhverfi þeirra. Við höfum yfir að ráða öflugum hópi rúmlega átta hundruð starfsmanna ásamt víðtæku neti samstarfsaðila sem tryggir að við getum skilað þeirri þjónustu sem fasteignin þín þarfnast.

Ef húsvarðarstarf í fasteign þinni nemur ekki heilli stöðu er þjónusta Daga góður kostur þar sem við getum sinnt húsvarðarþjónustu í hlutastarfi allt eftir þínum óskum. Það kostar ekkert að kynna sér lausnir okkar.

Yfirlit yfir fasteignaumsjón Daga

Við bjóðum heildarlausnir í fasteignaumsjón til lengri eða skemmri tíma. Fasteignaumsjónarkerfi Daga tryggir skýra yfirsýn yfir rekstur fasteignar. Allar verkbeiðnir eru skráðar og kerfið tryggir eftirfylgni með framkvæmdum og rekjanleika verka.

Við getum komið að hverskonar viðhaldi og umsjón þinna fasteigna:

 • Fjármálastjórnun
 • Fyrirbyggjandi viðhald
 • Húsvarðarþjónusta
 • Orkustýringar
 • Loftræstikerfi
 • Neysluvatnskerfi
 • Rafmagnskerfi
 • Öryggiskerfi
 • Veitingaþjónusta
 • Ræstingar
 • Lóðaumsjón
 • Viðgerðir
 • Stoðþjónusta
 • Sérverk

Hafðu samband við okkur hjá Dögum og við finnum lausn sem hentar fyrirtækinu þínu

Reitir
„Reitir hafa nýtt sér fasteignaumsjón Daga bæði fyrir stórar og smáar fasteignir í sinni eigu. Reglubundnar heimsóknir frá Dögum til að sinna húsumsjónarverkefnum í  fasteignum okkar hefur skilað aukinni ánægju viðskiptavina Reita. Betri yfirsýn yfir rekstur fasteigna skapast, þjónustubeiðnir eru skráðar og þannig er eftirfylgni og rekjanleiki tryggður með framkvæmdum“

Andri Þór Arinbjörnsson                                                                                             Framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita

Dæmi um fasteignaumsjón Daga

Rannsóknarhúsið Borgir er 5.400 m² einkarekin bygging sem hýsir ýmsa þekkingarstarfsemi við Háskólann á Akureyri. Þar starfa í dag fjölmargar stofnanir, þar á meðal MATÍS, Nýsköpunarmiðstöð, Hafrannsóknastofnun, Jafnréttisstofa, Umhverfisstofnun, Rannsóknarmiðstöð ferðamála o.fl. Dagar voru aðili að hönnun og uppbyggingu Borga og hafa séð um allan rekstur húsnæðisins frá því að það var tekið í notkun árið 2004.

Helstu þjónustuþættir sem Dagar sinna hjá Borgum:

 • Viðhaldsáætlanir og viðhald á húsnæði
 • Umsjón með virkni orkustýringa
 • Umsjón með virkni loftræstikerfa
 • Umsjón með virkni aðgangsstýringa
 • Umsjón með virkni öryggis- og hússtjórnarkerfa
 • Umsjón með virkni lýsingakerfa
 • Öll ræsting í húsnæðinu
 • Öll sérverk s.s. hreingerningar, sérþrif, bónun, pólering og gluggaþvottur
 • Öll lóðaumsjón s.s sláttur á grasi, snjómokstur, viðhald á grasflötum og trjágróðri

 • Umsjón með fundarherbergjum og tæknibúnaði fundarherbergja
 • Veitingaþjónusta fyrir fundi
 • Póstþjónusta innanhúss
 • Aðstoð við ráðstefnur og móttökur
 • Sorphirða og flokkun s.s. lífrænn úrgangur, efnaúrgangur og rafmagnstæki
 • Tækjaaðstoð á rannsóknarstofum, viðhald og viðgerðir
 • Eigið eldvarnareftirlit
FÁ TILBOÐ Í ÞJÓNUSTU