Sérþrif

Til að viðhalda verðmætum og þrífa það sem ekki rúmast innan daglegrar ræstingar bjóðum við sérþrifalausnir við hæfi. Með sérþjálfuðu starfsfólki okkar, viðeigandi lausnum og búnaði leggjum við okkur fram um að viðhalda verðmætum og heilsusamlegu, öruggu og aðlaðandi umhverfi á þinni starfsstöð.

HAFA SAMBAND

Hreingerningar

Regluleg hreingerning í fyrirtækjum eykur vellíðan starfsfólks á vinnustaðnum auk þess að vera hluti af fyrirbyggjandi viðhaldi húsnæðis. Í hreingerningu eru framkvæmd ítarlegri þrif sem tryggja betri loftgæði og eru mikilvæg heilsu starfsfólks. Þekking og reynsla eru grunnurinn að vel unnu verki. Umfang einstaka verkefna er metið af sérfræðingum Daga í samvinnu við viðskiptavini.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
  • Heilþrif á veggjum og hurðum
  • Heilþrif á glerjum og loftum
  • Heilþrif á stólum, borðum og búnaði
  • Heilþrif á salernum, votrýmum o.fl.

Gólfhreinsun
og viðhald

Umhirða gólfa er mikilvægur þáttur í fyrirbyggjandi viðhaldi, ásýnd og öryggi húsnæðis. Ásýnd gólfa hefur áhrif á upplifun starfsfólks og gesta á vinnustaðnum. Við höfum áratuga reynslu af viðhaldi og meðhöndlun á gólfum. Fagþekking er grunnurinn að góðum árangri.

nánari upplýsingar

Gler og
gluggar

Hreinar rúður og hreinir glerfletir eru mikilvægur hluti af ásýnd og ímynd fyrirtækja. Við sjáum um gluggaþvott fyrir fjölda viðskiptavina og notum þær aðferðir og tækni sem henta hverju sinni og tryggja öryggi allra.

Nánari upplýsingar

Sótthreinsun

Dagar hjálpa fyrirtækjum að halda úti fullri starfsemi þrátt fyrir Covid-19 með hjálp sérþjálfaðs starfsfólks og skýrt skilgreindra verkferla. Mikilvægt er að starfsfólk sé meðvitað um öryggi sitt á vinnustaðnum.
Starfsfólk Daga er sérþjálfað í sótthreinsun á yfirborðsflötum með viðurkenndum efnum og aðferðum. Dagar hafa einnig á að skipa sérþjálfuðu teymi og búnaði til þrifa á sýktum rýmum.

FÁ TILBOÐ í Þjónustu
  • Regluleg þrif á snertiflötum með veirudrepandi efni með allt að 7 daga virkni
  • Sótthreinsun á rýmum þar sem allt rýmið er sótthreinsað með „gösun“