Hreint og öruggt vinnuumhverfi – allt árið um kring.
Nú þegar veturinn er í garð genginn er enn meiri þörf á góðuaðhaldi í þrifum, umhirðu og að skapa hlýlegt andrúmsloft á vinnustaðnum.
Við bjóðum heildstæðar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem viljatryggja faglegt, hreint og öruggt umhverfi fyrir starfsfólk,skjólstæðinga og gesti.

Rými til að einbeita sér að sínu.
Við sjáum um hreingerninguna þannig að starfsfólkið geti einbeitt sérað kjarnastarfseminni í nærandi umhverfi..
Heilþrif:
Viðbótarþjónusta við hreingerningu
Færri veikindadagar í öruggu vinnuumhverfi
Við sjáum til þess að starfsumhverfið sé hreint og öruggt yfir kvef og flensutímabilið.
Fyrirhafnarlaus hátíðleiki
Við hjálpum fyrirtækjum að skapa jólaanda á skrifstofunni með
jólaskreytingum.
Endurnærðir gestir í hreinu umhverfi.
Við tryggjum faglega framkvæmd viðburða, allt frá undirbúningi til
frágangs.
Þjónusta:
Undirlag góðra daga.
Regluleg gólfaumhirða lengir líftíma gólfefna og bætir heildarímynd starfsumhverfisins.
Hlýjar móttökur með fallegum og hreinum mottum.
Við erum með frábært úrval af endingargóðum gólfmottum sem
koma í veg fyrir að bleyta og óhreinindi berist inn, minnka slit á
gólfefnum og rekstrarkostnað og auka öryggi með því að draga úr
slysahættu á blautum gólfum.
Taktu vel á móti vetrinum með okkur.