Sérsniðnar lausnir

Hótelþrif

Við hjálpum hótelum að skapa jákvæða upplifun og auka vellíðan gesta og starfsfólks með framúrskarandi ræstingarþjónustu.

PANTAÐU SAMTAL
HAFA SAMBAND

Hvað bjóða Dagar upp á?

heildstæð lausn

Dagar bjóða heildstæða lausn í þjónustu og þrifum á hótelum. Með úthýsingu á þrifum getur þú breytt föstum kostnaði í breytilegan og mætt þannig álagssveiflum á hagkvæman og öruggan hátt.

skjalfestir og öruggir ferlar

Við setjum sóttvarnir og hreinlæti í fyrsta sæti og tryggjum öryggi gesta og starfsfólks með vel skilgreindum verkferlum, skjalfestu gæðaeftirliti og innsigli á herbergi, allt eftir þínum óskum.

Skilvirkni og gæði

Þjálfun starfsfólks okkar miðar að því að gera upplifun gesta hótelsins sem besta. Sérhæfing okkar í þrifum og gagnkvæmt traust eykur skilvirkni og gæði. Við vinnum þétt við hlið þér og sköpum virðisauka með sérþekkingu okkar og reynslu.

Dæmi um þjónustur

Herbergjaþrif

Við setjum sóttvarnir og hreinlæti í fyrsta sæti og tryggjum öryggi gesta og starfsfólks með vel skilgreindum verkferlum, skjalfestu gæðaeftirliti og innsigli á herbergi, allt eftir þínum óskum. Þjálfun starfsfólks okkar miðar að því að gera upplifun gesta hótelsins sem besta.

Umsjón með líni og þvottahúsi

Við höfum víðtæka reynslu af rekstri þvottahúsa fyrir fyrirtæki og stofnanir og sjáum um að þvo og skipta um lín hótela.

Þrif á sameiginlegum svæðum

Eitt það fyrsta sem við tökum eftir þegar við komum inn í fyrirtæki eða stofnanir er ásýnd þeirra, yfirbragð og viðmót. Með þrautþjálfuðu starfsfólki leggjum við okkur fram um að skapa og viðhalda  öruggu og aðlaðandi umhverfi á hótelinu þínu.

Stjórnun, stýring, gæðaeftirlit

Skýrir verkferlar okkar tryggja framúrskarandi þjónustu og þrif frá fyrsta degi. Við þjálfum starfsfólkið okkar vel og leggjum áherslu á skýra verkferla. Við notum bestu áhöld, tæki og vélar sem völ er á og Svansvottuð ræstingarefni.

Aðstoð við morgunmat

Lögð er áhersla á góða þjónustu og þjálfun starfsfólks hjá Dögum. Starfsfólk okkar leggur áherslu á fallega framsetningu á matnum og að skapa gott andrúmsloft til að auka ánægju og vellíðan gesta.

PANTAÐU SAMTAL OG FINNUM LAUSN SEM HENTAR ÞÍNU FYRIRTÆKI

Loading...