Sérþrif

Sótthreinsun á sýktum rýmum

Dagar bjóða upp á sótthreinsun sýktra svæða, td. þegar Covid-19 smit kemur upp innan vinnurýma, sem og þjónustur sem stuðla að fyrirbyggingu smita, eins og sótthreinsun á snertiflötum.
Starfsfólk Daga er sérþjálfað í sótthreinsun á yfirborðsflötum með viðurkenndum efnum og aðferðum. Dagar hafa einnig á að skipa sérþjálfuðu teymi og búnaði til þrifa á sýktum rýmum.

Fá tilboð í þjónustu
HAFA SAMBAND

VIÐ ÞRÍFUM OG SÓTTHREINSUM VINNUSTAÐI

Við erum sérfræðingar í að skapa hreint, heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að tryggja að allir sem koma á vinnustaðinn þinn séu öruggir og verndaðir fyrir sýklum og bakteríum.
Þar að auki er mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við ef sýking kemur upp á fjölförnum svæðum.
Dagar bjóða upp á sótthreinsun sýktra svæða, td. þegar Covid-19 smit kemur upp innan vinnurýma, sem og þjónustur sem stuðla að fyrirbyggingu smita, eins og sótthreinsun á snertiflötum.

HVERNIG HREINSUM VIÐ SMITUÐ SVÆÐI?

snertifletir eru þrifnir

Starfsmenn klæðast öryggisfatnaði áður en þeir hefja störf. Fyrsti fasi sótthreinsunar er að þrífa rýmið með sértækum efnum til að tryggja að gæði sótthreinsunar skili sem bestum árangri.

RÝMI er sótthreinsað

Þegar allir snertifletir hafa verið þrifnir hefst sótthreinsunin með efni sem eyðir veirum. Fyllsta öryggis starfsmanna er gætt í öllu ferlinu.

RÝMI er úðað í lokaþrifum

Til þess að tryggja hámarksvirkni notum við sérstakt efni eftir sótthreinsun og göngum frá rýminu með því að gera loka sótthreinsun á því. Þegar þessum fasa er lokið er svæðið lokað umferð í ca. tvo tíma.

Loading...