Mottumars

Þrifalegt í þágu Mottumars

Snyrtilegar gólfmottur setja tóninn fyrir aðlaðandi og nærandi umhverfi. Þær taka á móti fyrstu skrefum viðskiptavina og starfsfólks á degi hverjum og skipta sköpum við að halda öðrum gólfflötum frambærilegum.
Í mars viljum við hampa okkar mottum og leggja árlegu Mottumars átaki Krabbameinsfélagsins lið. Allar tekjur mottuþjónustu Daga í mars renna óskiptar til átaksins og styrkja með þeim hætti mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins.

fá tilboð í mottuþjónustu
HAFA SAMBAND

HALTU MOTTUNNI HREINNI

Við viljum auðvitað einnig hvetja alla til þess að leggja sitt af mörkum við að safna góðu yfirvaraskeggi og auka þannig við sýnileika málefnisins. Rétt eins og á við um gólfmotturnar er mikilvægt að halda andlitsmottunum hreinum. Hér eru 5 góð ráð við söfnun og umhirðu yfirvaraskeggs.

sjá meira

HVAÐ GETUR ÞITT FYRIRTÆKI GERT?

Með því að skrá þitt fyrirtæki í mottuþjónustu hjá Dögum losnar þú ekki einungis við höfuðverkinn sem fylgir því að halda gólfmottunum hreinum heldur styrkir fyrirtækið þitt gott málefni. Lítið skilti fylgir öllum gólfmottum marsmánaðar þar sem greint er frá samstarfi fyrirtækisins og Daga í þágu Mottumars.

fá tilboð í mottuþjónustu

PANTAÐU SAMTAL OG VIÐ FINNUM LAUSN SEM HENTAR ÞÍNU FYRIRTÆKI

Loading...