Mottumars

Haltu mottunni hreinni

Í tilefni Mottumars viljum við auðvitað einnig hvetja alla til þess að leggja sitt af mörkum við að safna góðu yfirvaraskeggi og auka þannig við sýnileika málefnisins. Rétt eins og á við um gólfmotturnar er mikilvægt að halda andlitsmottunum hreinum.
Hér að neðan eru 5 góð ráð við söfnun og umhirðu yfirvaraskeggs.

fá tilboð í mottuþjónustu
HAFA SAMBAND

5 GÓÐ RÁÐ VIÐ SÖFNUN OG UMHIRÐU MOTTU

Að safna mottu er iðja sem sumir eru algjörir meistarar í en það hentar ekki öllum. Hið auðmjúka yfirvaraskegg dregur vissulega fram skiptar skoðanir meðal fólks. Löng, stutt, úfin eða lítil; yfirvaraskegg bjóða upp á sannkallað „hlaðborð“ af stílum. Ef þú hefur ákveðið að skarta einu slíku, vertu þá viss um að safna yfirvaraskeggi sem þú getur virkilega verið stoltur af. Við erum hér til að hjálpa þér með 5 mikilvæg skref í að safna yfirvaraskeggi.

SÝNDU ÞOLINMÆÐI OG LÁTTU mottuna VAXA

Ef þetta er þín fyrsta tilraun til að safna yfirvaraskeggi, þá þarftu að vita að best er að bíða þar til hárin eru orðin nógu löng til að geta snyrt þau. Þetta mun taka á bilinu 2–4 vikur, því lengur því betra. Hafðu smá þolinmæði, því ef þú byrjar að snyrta skeggið of snemma færðu ekki bestu útkomuna.

AÐ GREIÐA YFIRVARASKEGGIÐ

Nú þegar þú ert tilbúinn til að snyrta og veist hvers konar stíl þú ert á höttunum eftir, þá er bara eitt sem á eftir að gera. Við mælum með því að greiða yfirvaraskeggið meðan það er að vaxa, til þess að venja hárin á að vaxa í rétta átt en við myndum einnig greiða það áður en það er snyrt. Það mun tryggja að þú fáir það snyrt alveg jafnt. Best er að nota litla greiðu sem er frekar þétt tennt til að greiða hárið á vörinni beint niður.

SNYRTU ÞAÐ

Eftir að þú hefur ákveðið stílinn og ert búinn að ná fram því formi, þá er mikilvægasta skrefið að snyrta yfirvaraskeggið reglulega. Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að gera það
- Veldu réttu snyrtiskærin til að ná sem bestum árangri.
- Haltu skærunum samsíða efri brúninni á vörinni og klipptu neðri endann á yfirvaraskegginu varlega meðfram línu vararinnar.
- Gakktu úr skugga um að höndin sem klippir sé eins stöðug og hægt er til að tryggja að skeggið sé snyrt jafnt.
- Til að tryggja að neðri lína yfirvaraskeggsins sé jöfn skaltu fylgja lögun munnsins.
- Þú ættir að miða við að hárin nái niður að efri brún á vörinni.
- Að lokinni snyrtingu skaltu greiða yfirvaraskeggið að nýju til að tryggja að báðar hliðar séu jafnt snyrtar.

ÞVOÐU OG NÆRÐU YFIRVARASKEGGIÐ

Á sama hátt og hárið þitt þarfnast umhirðu, þá þarf yfirvaraskeggið líka að vera hreint. Best er að þvo það með sérstakri skeggsápu. Notaðu hana á tveggja til þriggja daga fresti til að forðast að matarleifar eða óhreinindi festist í yfirvaraskegginu. Tilsvarandi hárnæring fyrir skegg er svo algjör negla til að mýkja yfirvaraskeggið og láta þér líða eins og þú eigir heiminn.

MÓTAÐU YFIRVARASKEGGIÐ

Rétt eins og við hugum vel að útliti hársins er jafn mikilvægt að hanna og móta yfirvaraskeggið. Ef þú hefur valið áhugaverðan stíl fyrir mottuna þína sem krefst smá fyrirhafnar að viðhalda; þá getur hún án réttra skeggvara og umönnunar orðið dálítið tætingsleg. Ef þú vilt ná fullkomnu yfirbragði, þá mælum við með að þú notir skeggsmyrsl eða yfirvaraskeggvax. Hvort tveggja mun halda endunum á sínum stað og tryggja að skeggið haldist snyrtilegt og stílhreint, en mottuvaxið hefur mun sterkara hald en skeggsmyrslið ... en þitt er valið.

HVERNIG GETUR ÞITT FYRIRTÆKI STUTT MOTTUMARS?

Með því að skrá þitt fyrirtæki í mottuþjónustu hjá Dögum losnar þú ekki einungis við höfuðverkinn sem fylgir því að halda gólfmottunum hreinum heldur styrkir fyrirtækið þitt gott málefni. Lítið skilti fylgir öllum gólfmottum marsmánaðar þar sem greint 
er frá samstarfi fyrirtækisins og Daga í þágu Mottumars.

Fá tilboð í mottuþjónustu

ÞRIFALEGT Í ÞÁGU MOTTUMARS

Snyrtilegar gólfmottur setja tóninn fyrir aðlaðandi og nærandi umhverfi. Þær taka á móti fyrstu skrefum viðskiptavina og starfsfólks á degi hverjum og skipta sköpum við að halda öðrum gólfflötum frambærilegum.
Í mars leggja Dagar árlegu Mottumars átaki Krabbameinsfélagsins lið. Allar tekjur mottuþjónustu Daga í mars renna óskiptar til átaksins og styrkja með þeim hætti mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins.

sjá meira

PANTAÐU SAMTAL OG VIÐ FINNUM LAUSN SEM HENTAR ÞÍNU FYRIRTÆKI

Loading...