Sérhæfð þrif og áreiðanleg þjónusta í sjávarútvegi

Viðtal birtist fyrst í Fiskifréttum 8. júní 2022:

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga þess nær allt aftur til ársins 1980. Dagar bjóða ræstingar og hreingerningar, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnir og virðisaukandi sérlausnir fyrir íslenskt atvinnulíf víðsvegar um landið.

,,Í grunninn felst þjónusta okkar í að vinna með viðskiptavinum í að skapa og viðhalda heilsusamlegri aðstöðu sem léttir fólki lífið, eykur afköst þess, öryggi og ánægju. Við vinnum þrotlaust í að byggja upp teymi og heildstæðar þjónustulausnir á okkar fagsviði svo að viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Þjónusta okkar hefur þróast í takt við þarfir atvinnulífsins á þeim 42 árum sem fyrirtækið hefur starfað og við munum áfram leggja okkur fram um að bjóða viðskiptavinum okkar eftirsóknarverða og góða þjónustu sem léttir þeim lífið og auðveldar þeim að vera í fremstu röð á sínu sviði,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga.

Dagar þjónusta sjávarútveginn og hafa gert í áratugi. Þarfir viðskiptavina í há gæða matvælavinnslu felast m.a. í að geta endurtekið, afhent vöru af réttum gæðum, á réttum tíma og verði, á sjálfbæran hátt.

,,Meðal þjónustulausna Daga fyrir sjávarútveginn eru vinnsluþrif. Sérþjálfað teymi Daga mætir í lok vinnudags og þrífur vinnsluna hátt og lágt samkvæmt fyrirfram skilgreindri forskrift og gæðakerfi. Starfsfólk Daga þekkir staðhætti, búnað og tækjakost, vinnur eftir skýrum og skjalfestum verkferlum og notar  viðeigandi efni, aðferðir, tæki og áhöld sem skila stöðugleika og framúrskarandi gæðum. Við leggjum áherslu á gæði, rekjanleika og öryggi í framleiðsluferli viðskiptavina okkar með hágæða þrifum samkvæmt ýtrustu kröfum og stöðlum.“

Pálmar segir að starfsfólkið sé lykillinn að velgengni Daga. ,,Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta. Mörg af leiðandi matvælafyrirtækjum landsins í vinnslu sjávarafurða og öðrum matvælaiðnaði eru meðal viðskiptavina okkar.“

Þjálfun starfsfólks lykillinn að árangri

Hjá Dögum starfa um 750 manns frá mörgum löndum. ,,Starfsumhverfi okkar er fjölbreytt og virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar.   Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu. Jákvætt viðhorf er ómetanlegur eiginleiki sem smitar út frá sér og bætir starfsumhverfið.  Við hvetjum starfsfólk okkar til að sýna frumkvæði og ábyrgð í einu og öllu.   Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt fyrir framúrskarandi störf. Viðurkenningin er grundvölluð annars vegar á endurgjöf viðskiptavina, hrósi þeirra og ábendingum og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki.   Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnið verk. Við hvetjum einnig starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu,“ segir Pálmar.

Dagar leggja áherslu á notkun umhverfisvottaðra efna og aðferða í starfsemi sinni og er ræstingaþjónusta Daga Svansvottuð síðan 2007. Dagar hafa greint kolefnissporið frá starfsemi sinni og sett sér skýr markmið um kolefnislausa starfsemi frá árslokum 2025. ,,Lykillinn að því markmiði eru orkuskipti í bílaflota fyrirtækisins sem telur um 85 ökutæki. Þegar á þessu ári verður þriðjungur bílaflota okkar orðinn rafknúinn með öllu og höfum við þegar fjárfest í nauðsynlegum innviðum í höfuðstöðvum okkar til að mæta hleðsluþörf flotans.  Við látum verkin tala og erum í fararbroddi á okkar sviði í að fjárfesta í kolefnishlutlausri framtíð Daga,“ segir Pálmar enn fremur.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT