Dagar leita að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra

Dagar leita að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu Daga, daglegum rekstri mannauðssviðs og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála
  • Þróun ferla og umbóta á sviði mannauðsmála
  • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks í mannauðsmálum
  • Framþróun fræðslumála, starfsþróunar og mótun vinnustaðamenningar

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk reynsla af mannauðsmálum er nauðsynleg
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framúrskarandi enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Sótt er um starfið á www.hagvangur.is

Umsóknarfrestur ertil og með 24. september nk.

HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT