16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Við hjá Dögum vitum hversu mikils virði það er fyrir starfsfólk okkar að hafa grunnþekkingu í íslensku, bæði í daglegu lífi og í starfi. Í gegnum tíðina höfum við stutt við íslenskukennslu starfsfólks okkar með íslenskunámskeiðum og nýlega tókum við í notkun Bara tala appið með það að markmiði að gera þeim kleift að læra íslensku á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og eru 16% starfsfólks okkar byrjuð að nýta sér forritið og hafa á 90 klukkustundum klárað um það bil 4,000 íslenskuæfingar – allt á þeim tímapunktum sem hentar hverjum og einum.

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiðiað minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Í ár er þema viku íslenskunnar að auka meðvitund og umræðu umíslenska tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins.

Við óskum öllum til hamingju með daginn og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar til að halda tungumálinu okkar á lofti.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
30
.
October
2023

Dagar eru í flokki fyrirmyndafyrirtækja Creditinfo

Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022.

LESA FRÉTT
9
.
September
2023

Dagar leita að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra

Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.

LESA FRÉTT
12
.
January
2023

Rafbílavæðing Daga minnkar kolefnissporið um 200 tonn næstu 4 ár

Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.

LESA FRÉTT