16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Við hjá Dögum vitum hversu mikils virði það er fyrir starfsfólk okkar að hafa grunnþekkingu í íslensku, bæði í daglegu lífi og í starfi. Í gegnum tíðina höfum við stutt við íslenskukennslu starfsfólks okkar með íslenskunámskeiðum og nýlega tókum við í notkun Bara tala appið með það að markmiði að gera þeim kleift að læra íslensku á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og eru 16% starfsfólks okkar byrjuð að nýta sér forritið og hafa á 90 klukkustundum klárað um það bil 4,000 íslenskuæfingar – allt á þeim tímapunktum sem hentar hverjum og einum.

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiðiað minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Í ár er þema viku íslenskunnar að auka meðvitund og umræðu umíslenska tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins.

Við óskum öllum til hamingju með daginn og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar til að halda tungumálinu okkar á lofti.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
30
.
October
2023

Dagar eru í flokki fyrirmyndafyrirtækja Creditinfo

Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022.

LESA FRÉTT