Við hjá Dögum vitum hversu mikils virði það er fyrir starfsfólk okkar að hafa grunnþekkingu í íslensku, bæði í daglegu lífi og í starfi. Í gegnum tíðina höfum við stutt við íslenskukennslu starfsfólks okkar með íslenskunámskeiðum og nýlega tókum við í notkun Bara tala appið með það að markmiði að gera þeim kleift að læra íslensku á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og eru 16% starfsfólks okkar byrjuð að nýta sér forritið og hafa á 90 klukkustundum klárað um það bil 4,000 íslenskuæfingar – allt á þeim tímapunktum sem hentar hverjum og einum.
Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiðiað minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Í ár er þema viku íslenskunnar að auka meðvitund og umræðu umíslenska tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins.
Við óskum öllum til hamingju með daginn og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar til að halda tungumálinu okkar á lofti.
Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.