Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Þau Kornelia Songaliene, Laura Zemaityte, Luiza Snarska, Malgorzata Rybnik, Sandra Rakowicz, Sandra Wladyko, Sebastian Bialous, Ugnė Pakelyte og Vilija Varanaviciené sjást á myndinni.
Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnin störf. Einnig hvetjum við starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.