Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Þau Kornelia Songaliene, Laura Zemaityte, Luiza Snarska, Malgorzata Rybnik, Sandra Rakowicz, Sandra Wladyko, Sebastian Bialous, Ugnė Pakelyte og Vilija Varanaviciené sjást á myndinni.

Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnin störf. Einnig hvetjum við starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.

HAFA SAMBAND
22
.
July
2024

Einbeittu þér að þinni sérþekkingu – Dagar sjá um rest!

Hjá okkur færðu á einum stað alla þá þjónustu sem þú þarft til að reka þitt fyrirtæki eða fasteign. Þannig geturðu einfaldlega einbeitt þér að þinni kjarnastarfsemi – Dagar sjá um rest!

LESA FRÉTT
27
.
June
2024

Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri.

LESA FRÉTT
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT