Vinna að bættum loftgæðum og mygluvörnum

Dagar og Disact vinna saman að bættum loftgæðum

Þjónustufyrirtækið Dagar og líftæknifyrirtækið Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna. Áhersla er lögð á samhæfða nálgun þar sem greining, ferlar og viðbrögð styðja við heilnæmi rýma og skýrari ákvarðanatöku. Með því nýtist rekstrar- og þjónustureynsla Daga og einstakar efnablöndur, sérhæfð tækni og fljótvirk greining Disact við mat á aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að velja viðeigandi aðgerðir, draga úr óþarfa inngripum og lágmarka röskun á rekstri ef upp koma rakaskemmdir eða vísbendingar um myglu hjá viðskiptavinum Daga.

Samstarf fyrirtækjanna fellur jafnframt að áherslum Daga um að skapa nærandi og heilnæmt umhverfi, þar sem lögð er áhersla á rétta greiningu og markviss viðbrögð sem stuðla að sjálfbærni, skynsamlegri nýtingu auðlinda og lausnum sem samræmast hugmyndum hringrásarhagkerfisins.

Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga og Sandra Sif Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Disact

Skýrari ákvarðanataka fyrir viðskiptavini
Að sögn Brynhildar Guðmundsdóttur, forstjóra Daga, leiðir þessi nálgun til skilvirkari viðbragða og hraðari lausna sem bæta vinnuumhverfi og rekstraröryggi.

„Fyrir viðskiptavini okkar skiptir mestu að fá skýra mynd af stöðu mála þegar upp koma ábendingar eða einkenni. Með aðgangi að sérhæfðri greiningu er hægt að veita trausta ráðgjöf um næstu skref og stytta leiðina að viðeigandi lausn með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Brynhildur.

Greining lykillinn að réttum aðgerðum
Sandra Sif Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Disact, segir að sameining greiningar og úrræða skipta sköpum í málum sem varða mygluvanda. Rannsóknir hér á landi sýni að raki og rakaskemmdir séu algengar í íslensku húsnæði.  

„Hreinlæti, loftgæði, forvarnir og meðhöndlun myglu eru nátengd viðfangsefni og einkenni vegna óhreininda, raka eða myglu geta oft verið svipuð. Með markvissu mati á aðstæðum er hægt að velja viðeigandi aðgerðir og meðhöndla húsnæði í vanda. Samstarfið við Daga gerir okkur kleift að nýta sérþekkingu beggja aðila með það að markmiði að styðja við viðskiptavini á upplýstan hátt,” segir Sandra.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
5
.
January
2026

Dagar styrkja KF Döff

Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.

LESA FRÉTT
2
.
January
2026

Gleðilegt nýtt ár 2026!

Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

LESA FRÉTT
19
.
December
2025

Dagar veita Kvennaathvarfinu jólastyrk

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.

LESA FRÉTT