Aðgerðir Daga til forvarnar gegn COVID-19 útbreiðslu

Í síðastliðinni viku gripu Dagar til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir COVID-19 veirunnar. Fyrirtækið gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki í samfélaginu en hjá því starfa 800 starfsmenn.

 

Höfuðstöðvum fyrirtækisins hefur verið skipt upp í 4 svæði  til að draga úr mögulegri smithættu á milli starfsmanna. Hvert svæði er afmarkað og er starfsmönnum óheimilt að fara á milli svæða á meðan starfsemi er á svæðunum. Þrif hafa verið aukin en öll svæði eru þrifin og sótthreinsuð daglega og oftar ef þörf er á. Aðrar ráðstafanir sem Dagar hafa þegar gripið til snúa að því að draga úr fundum og beinum samskiptum með því að nota síma, fundarkerfi og aðrar samskiptaleiðir eftir því sem við verður komið, ásamt því að fara að almennum leiðbeiningum um hreinlæti og sóttvarnir.

 

Ráðstöfun þessi er einungis  forvörn til að tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins ef til þess kemur að einhverjir starfsmenn neyðast til að fara í sóttkví eða einangrun að fyrirmælum yfirvalda. Dögum er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Aðgerð þessi miðar að því að sýna ábyrgð og tryggja öryggi starfsmanna ásamt því að lágmarka möguleg áhrif á starfsemina og viðskiptavini.

 

 

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
15
.
September
2025

ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.

LESA FRÉTT
10
.
September
2025

Guli dagurinn

Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.

LESA FRÉTT
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT