Í nærandi vinnuumhverfi þarf vinnustöð starfskrafts að vera hrein, örugg og vel við haldið. Nútímaleg og vönduð vinnuaðstaða stuðlar að vellíðan og ánægju á vinnustað. Það getur aukið starfsánægju að eiga val um hvar og hvenær starfsfólk sinnir störfum sínum og mikilvægt að tryggja stöðugt vinnuumhverfi, aðgengi að búnaði og upplýsingum, óháð staðsetningu.
Hafa ber í huga að bjóða upp á fjölbreyttar útgáfur af vinnustöðvum, þ.e. næðisrými, lestrarrými, símaklefa og hópvinnurými. Einnig er mælt með að skapa opið rými fyrir starfsfólk, með aðgengi að hollu fæði og drykkjarföngum og hvetja þannig starfsfólk til að taka sér hvíld frá vinnustöðinni og sinna félagslegum samskiptum.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.