Samtals er það um 25 þús m2 sem starfsfólk Daga sjá um að þrífa og hreingera á hverjum degi en nýr samningur tók gildi 1. janúar s.l.
Alls starfa 45 starfsmenn hjá Dögum á Suðurlandi en þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi er Kristrún Agnarsdóttir.
Á meðfylgjandi mynd eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu-og viðskiptaþróunar hjá Dögum að skrifa undir samninginn en ásamt þeim eru Ívar Harðarson, sviðsstjóri ræstingarsviðs og Kristrún Agnarsdóttir þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi.