Samtals er það um 25 þús m2 sem starfsfólk Daga sjá um að þrífa og hreingera á hverjum degi en nýr samningur tók gildi 1. janúar s.l.
Alls starfa 45 starfsmenn hjá Dögum á Suðurlandi en þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi er Kristrún Agnarsdóttir.
Á meðfylgjandi mynd eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar og Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu-og viðskiptaþróunar hjá Dögum að skrifa undir samninginn en ásamt þeim eru Ívar Harðarson, sviðsstjóri ræstingarsviðs og Kristrún Agnarsdóttir þjónustufulltrúi Daga á Suðurlandi.
Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.