Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.
Í ár voru 1.643 fyrirtæki, þar á meðal 30 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári, þegar 1.445 fyrirtæki komust á listann, þar af 38 opinber fyrirtæki. Blaðið, sem inniheldur listann, er opið öllum og í því má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hér er hægt að skoða blaðið á vefnum.
Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Meðal þeirra eru eftirfarandi:
Við valið er einnig tekið tillit til fleiri þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.