Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.
Í ár voru 1.643 fyrirtæki, þar á meðal 30 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári, þegar 1.445 fyrirtæki komust á listann, þar af 38 opinber fyrirtæki. Blaðið, sem inniheldur listann, er opið öllum og í því má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hér er hægt að skoða blaðið á vefnum.
Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Meðal þeirra eru eftirfarandi:
Við valið er einnig tekið tillit til fleiri þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.