Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.
Í ár voru 1.643 fyrirtæki, þar á meðal 30 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári, þegar 1.445 fyrirtæki komust á listann, þar af 38 opinber fyrirtæki. Blaðið, sem inniheldur listann, er opið öllum og í því má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hér er hægt að skoða blaðið á vefnum.
Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Meðal þeirra eru eftirfarandi:
Við valið er einnig tekið tillit til fleiri þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.
Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.
Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.