Dagar eru fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Dagar hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024, sem veitt er af Keldunni og Viðskiptablaðinu árlega. Vottunin er veitt þeim fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan rekstur og uppfylla ströng skilyrði.

Í ár voru 1.643 fyrirtæki, þar á meðal 30 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári, þegar 1.445 fyrirtæki komust á listann, þar af 38 opinber fyrirtæki. Blaðið, sem inniheldur listann, er opið öllum og í því má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hér er hægt að skoða blaðið á vefnum.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Meðal þeirra eru eftirfarandi:

  • Skila ársreikningi fyrir rekstrarárin 2023 og 2022, auk þess að rekstrarárið 2021 er notað til viðmiðunar.
  • Hafa jákvæða afkomu á rekstrarárunum 2023 og 2022.
  • Tekjur þurfa að vera yfir 45 milljónir króna árið 2023 og yfir 40 milljónir króna árið 2022.
  • Eignir þurfa að vera yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2023 og 2022.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að vera yfir 20%, nema í tilviki banka.

Við valið er einnig tekið tillit til fleiri þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
1
.
November
2024

Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024.

LESA FRÉTT
17
.
October
2024

„Ég er hraust, ég er sterk, ég get þetta!“

Heiða er 58 ára og hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Dögum og ISS, forvera þess, frá 2008. Heiða greindist með brjóstakrabbamein árið 2021 og gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en hefur verið krabbameinslaus frá því í byrjun árs.

LESA FRÉTT
15
.
October
2024

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Dagar hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, sem veitt er fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á skýran árangur í jafnréttismálum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).

LESA FRÉTT