Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022. Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og voru þær veittar miðvikudaginn 25. október sl. Í þetta sinn voru 1.006 fyrirtæki á listanum þegar hann var kynntur, eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.