Dagar eru í flokki fyrirmyndafyrirtækja Creditinfo

Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022. Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og voru þær veittar miðvikudaginn 25. október sl. Í þetta sinn voru 1.006 fyrirtæki á listanum þegar hann var kynntur, eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
22
.
July
2024

Einbeittu þér að þinni sérþekkingu – Dagar sjá um rest!

Hjá okkur færðu á einum stað alla þá þjónustu sem þú þarft til að reka þitt fyrirtæki eða fasteign. Þannig geturðu einfaldlega einbeitt þér að þinni kjarnastarfsemi – Dagar sjá um rest!

LESA FRÉTT
27
.
June
2024

Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri.

LESA FRÉTT
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT