Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022. Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og voru þær veittar miðvikudaginn 25. október sl. Í þetta sinn voru 1.006 fyrirtæki á listanum þegar hann var kynntur, eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.
Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.
Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.
Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.