Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022. Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og voru þær veittar miðvikudaginn 25. október sl. Í þetta sinn voru 1.006 fyrirtæki á listanum þegar hann var kynntur, eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.
Hjá Dögum hefur skapast sterkur farvegur fyrir konur til að vaxa í starfi, og er Anna Kosmala eitt skýrt dæmi um það
Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.