Við erum gífurlega stolt af því að vera á nýbirtum lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2022. Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu og voru þær veittar miðvikudaginn 25. október sl. Í þetta sinn voru 1.006 fyrirtæki á listanum þegar hann var kynntur, eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði um rekstur fyrirtækja ásamt því að uppfylla þarf kröfur er snúa að sjálfbærni og nýsköpun.
Janúar er frábær tími til að bæta vinnuumverfið. Hér eru nokkur atriði sem eru líkleg til að draga úr streitu og auka starfsánægju.
Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 🎄
Umhverfis- og öryggisvika Daga var haldin dagana 2.–6. desember með það að markmiði að efla öryggis- og umhverfisvitund starfsfólks með fræðslu og nærandi samveru.