Nýtt aðalaðsetur Daga er að Lyngási 17 í Garðabæ. Um er aðræða endurnýjað húsnæði sem sniðið er að þörfum fyrirtækisins, bæði rúmgott og fallega innréttað á tveimur hæðum. Skrifstofur eru á efri hæð hússins og þvottahús og lager á neðri hæðinni.
Þjónustufyrirtækið Dagar er í fararbroddi í fasteignaumsjón, ræstingum og hreingerningum. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns á 20 stöðum á landinu. Starfsfólk Daga býður viðskiptavini og starfsmenn velkomna í nýjar höfuðstöðvar sínar.