Nýtt aðalaðsetur Daga er að Lyngási 17 í Garðabæ. Um er aðræða endurnýjað húsnæði sem sniðið er að þörfum fyrirtækisins, bæði rúmgott og fallega innréttað á tveimur hæðum. Skrifstofur eru á efri hæð hússins og þvottahús og lager á neðri hæðinni.
Þjónustufyrirtækið Dagar er í fararbroddi í fasteignaumsjón, ræstingum og hreingerningum. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns á 20 stöðum á landinu. Starfsfólk Daga býður viðskiptavini og starfsmenn velkomna í nýjar höfuðstöðvar sínar.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.
Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.