Nýtt aðalaðsetur Daga er að Lyngási 17 í Garðabæ. Um er aðræða endurnýjað húsnæði sem sniðið er að þörfum fyrirtækisins, bæði rúmgott og fallega innréttað á tveimur hæðum. Skrifstofur eru á efri hæð hússins og þvottahús og lager á neðri hæðinni.
Þjónustufyrirtækið Dagar er í fararbroddi í fasteignaumsjón, ræstingum og hreingerningum. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns á 20 stöðum á landinu. Starfsfólk Daga býður viðskiptavini og starfsmenn velkomna í nýjar höfuðstöðvar sínar.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.