Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Þann 12. október hlutu Dagar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri) sem er unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpið og Pipar\TBWA. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Sigrúnu Þormóðsdóttir, sviðsstjóra ræstinga hjá Dögum, viðurkenninguna á stafrænni ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA sem bar heitið “Jafnrétti er ákvörðun”.

Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, hlutu 59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar. Hlutu aðilarnir viðurkenninguna fyrir að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Við erum einstaklega stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands, Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi og Bragi Valdimar Skúlason, íslensku-, tónlistar-, markaðs- og sjónvarpsmanneskja. Öll fluttu þau áhugaverða fyrirlestra sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum.

Nálgast má fyrirlestra ráðstefnunnar á vef RÚV: https://www.ruv.is/frett/2022/10/12/stafraen-radstefna-jafnvaegisvogar-fka-i-beinni

HAFA SAMBAND
24
.
November
2022

Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær, í samstarfi við Daga, þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

LESA FRÉTT
24
.
October
2022

Gullna brosið veitt fyrir framúrskarandi störf

Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.

LESA FRÉTT
21
.
October
2022

Umhverfisstjórnunarkerfi Daga hlýtur ISO 14001 vottun

Umhverfisstjórnunarkerfi Daga hlaut ISO14001 vottun á dögunum. Vottunin er staðfesting þess að við séum að vinna markvisst að stöðugum umbótum og markverðum árangri í umhverfismálum.

LESA FRÉTT