Þann 12. október hlutu Dagar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri) sem er unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpið og Pipar\TBWA. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Sigrúnu Þormóðsdóttir, sviðsstjóra ræstinga hjá Dögum, viðurkenninguna á stafrænni ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA sem bar heitið “Jafnrétti er ákvörðun”.
Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, hlutu 59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar. Hlutu aðilarnir viðurkenninguna fyrir að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Við erum einstaklega stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands, Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi og Bragi Valdimar Skúlason, íslensku-, tónlistar-, markaðs- og sjónvarpsmanneskja. Öll fluttu þau áhugaverða fyrirlestra sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum.
Nálgast má fyrirlestra ráðstefnunnar á vef RÚV: https://www.ruv.is/frett/2022/10/12/stafraen-radstefna-jafnvaegisvogar-fka-i-beinni
Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.
Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.
Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu.