Dagar í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo

Við hjá Dögum erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024. Viðurkenning var veitt miðvikudaginn 30. október og að þessu sinni voru 1.131 fyrirtæki á listanum, sem samsvarar um 2,5 prósentum allra virkra fyrirtækja í landinu. Creditinfo hefur í 15 ár veitt íslenskum fyrirtækjum þessa vottun fyrir framúrskarandi árangur og stöðugleika.

Til að teljast framúrskarandi þarf fyrirtæki að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og stuðla að bættum hag allra, ásamt því að uppfylla strangar kröfur um stöðugleika, sjálfbærni og nýsköpun. Við erum bæði þakklát og stolt af okkar framúrskarandi starfsfólki, sem gerir okkur kleift að ná þessum árangri.

Í tilefni vottunarinnar var fjallað um starfsemi Daga í blaðinu Framúrskarandi fyrirtæki 2024. Ingigerður Erlingsdóttir, sviðstjóri fasteignaumsjónar, ræddi þar við blaðamann um starfsemina og þær jákvæðu breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu misserum.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT
23
.
July
2025

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.

LESA FRÉTT
10
.
June
2025

Gleði og fjör á Fjölskylduhátíð Daga í Árbæjarsafni 🎉

Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.

LESA FRÉTT