Dagar ræsta Hörpu

Dagar áttu lægsta tilboðið í útboði á ræstingum í Hörpu og hafa þegar hafið störf í þessu einstaka tónlistar- og ráðstefnuhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hjá Dögum starfa vel þjálfaðir sérfræðingar í hreingerningum á ýmiss konar rýmum.

Milljónir manna hafa heimsótt Hörpu, þessa miðstöð menningar og mannlífs, frá opnun hennar og er þar mikill umgangur og fjölbreytt starfsemi alla daga ársins. Þar sem húsið er í stöðugri notkun vegna tónleikahalds,ráðstefna og stórviðburða þarf sífellt að ræsta það og þrífa, bæði fyrir og eftir viðburði sem eru víða um húsið.

„Við erum mjög ánægð með innkomu Daga, þjónusta þeirra  einkennist af mikilli fagmennsku“ segir Lárus Elíasson fasteignastjóri Hörpu. „Starfsfólkið er frábært, vel þjálfað og kemur vel fyrir.  Stjórnendateymið og stýringin er fagleg,  vel undirbúin og skipulögð.  Harpa er einstakt listaverk sem almenningur á og við viljum því tryggja að húsið sé ávallt þannig að eigendurnir geti verið stoltir af því.“

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
20
.
August
2021

Hreinlæti á vinnustöðum á COVID tímum

Ef sýktur aðili hefur verið í rými á síðastliðnum 24 tímum þá er þörf á því að ræsta og sótthreinsa þau rými sem einstaklingurinn hefur nýtt sér.

LESA FRÉTT
9
.
July
2021

Vinnuumhverfi á tímum breytinga

Viðmið vinnustaða um hvað einkennir heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi hafa tekið breytingum eftir að heimsfaraldurinn fór að gera vart við sig. Nú þegar fyrirtæki eru í óða önn að opna dyr sínar á nýjan leik höfum við tekið eftir því að það eru ýmsir hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga.

LESA FRÉTT
29
.
April
2021

Dagar hafa gengið til samstarfs við Vinnuvernd

Vinnuvernd sérhæfir sig í fjölbreyttri þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. Markmiðið með þessari samvinnu er að þjónustan stuðli að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.

LESA FRÉTT