Dagar voru lægstir í útboði á ræstingu á átta leikskólum Akureyrarbæjar ásamt Hlíðaskóla.
Dagar hafa mikla reynslu af þrifum á leikskólum og hafa um árabil séð um ræstingar á vel á annað hundrað leikskólum í Reykjavík,Hafnarfirði, Kópavogi, Árborg og Reykjanesbæ.
Leikskólarnir eru ræstir alla virka daga og er það mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi barna og starfsfólks leikskólanna.