Dagar stóðust INSTA 800 úttekt

Nú í febrúar var tekin svokölluð INSTA 800 úttekt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni Eflu ásamt fulltrúum ISAVIA og stóðust Dagar úttektina.

INSTA 800 staðallinn er gæðamiðað kerfi við ræstingar. Verkkaupi ákveður bæði gæði og tíðni ræstingar fyrir hvert og eitt rými í byggingunni en starfsmaður verktaka á að sjá til þess að rýmið sé alltaf eins hreint og krafist er skv. staðlinum. Það getur þýtt að starfsmaður þurfi ekki að ræsta flöt sem er hreinn en einbeiti sér frekar að þrifaflötum sem eru óhreinir.

Starfsmenn verkkaupa og verktaka fara í gegnum sömu þjálfun við að meta gæði ræstingar og hafa því sama skilning á gæðum. Gæðin eru metin með úttektum samkvæmt ákveðinni aðferðafræði sem báðir aðilar þekkja, það minnkar því líkur á ágreiningi um árangur ræstingarinnar og hvað sé hreint og hvað sé óhreint.

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
14
.
October
2025

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.

LESA FRÉTT
10
.
October
2025

Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.

LESA FRÉTT
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT