Nú í febrúar var tekin svokölluð INSTA 800 úttekt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni Eflu ásamt fulltrúum ISAVIA og stóðust Dagar úttektina.
INSTA 800 staðallinn er gæðamiðað kerfi við ræstingar. Verkkaupi ákveður bæði gæði og tíðni ræstingar fyrir hvert og eitt rými í byggingunni en starfsmaður verktaka á að sjá til þess að rýmið sé alltaf eins hreint og krafist er skv. staðlinum. Það getur þýtt að starfsmaður þurfi ekki að ræsta flöt sem er hreinn en einbeiti sér frekar að þrifaflötum sem eru óhreinir.
Starfsmenn verkkaupa og verktaka fara í gegnum sömu þjálfun við að meta gæði ræstingar og hafa því sama skilning á gæðum. Gæðin eru metin með úttektum samkvæmt ákveðinni aðferðafræði sem báðir aðilar þekkja, það minnkar því líkur á ágreiningi um árangur ræstingarinnar og hvað sé hreint og hvað sé óhreint.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.