Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa fyrir árlegri fjáröflun sem kallast Neyðarkall björgunarsveitanna til stuðnings björgunarsveitum landsins. Dagar hafa stutt átakið frá upphafi.
Drónar eða flygildi hafa reynst björgunarsveitum vel og eru margar björgunarsveitir nú með hópa af sjálfboðaliðum sem sérhæfa sig í notkun dróna við leit að fólki. Í ár er Neyðarkall ársins í líki björgunarsveitamanns með dróna.
Hagnaður af sölunni rennur beint til björgunarsveita og verður hann notaður til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna, sem með fórnfúsu starfi sínu eru til taks allan ársins hring með sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu þegar samborgarar þeirra þurfa á aðstoð að halda.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.