Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa fyrir árlegri fjáröflun sem kallast Neyðarkall björgunarsveitanna til stuðnings björgunarsveitum landsins. Dagar hafa stutt átakið frá upphafi.
Drónar eða flygildi hafa reynst björgunarsveitum vel og eru margar björgunarsveitir nú með hópa af sjálfboðaliðum sem sérhæfa sig í notkun dróna við leit að fólki. Í ár er Neyðarkall ársins í líki björgunarsveitamanns með dróna.
Hagnaður af sölunni rennur beint til björgunarsveita og verður hann notaður til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna, sem með fórnfúsu starfi sínu eru til taks allan ársins hring með sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu þegar samborgarar þeirra þurfa á aðstoð að halda.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.
Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.
Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.