Í mars tóku Dagar þátt í Mottumars átakinu og tókum ákvörðun um að greiða tekjur af öllum nýjum mottusamningum í mars til Mottumars málefnisins. Í þessari viku fórum við síðan með styrktarupphæðina til Krabbameinsfélagsins og vonum að þessi upphæð komi sér vel í þessu mikilvæga starfi sem þau sinna.
Í viðtal við forstjóra Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 27. apríl s.l. undir yfirskriftinni „Það verða engar framfarir án breytinga“, er því lýst hvernig forstjórinn vill beita sér fyrir breyttri hugsun í því hvernig ríkið nálgast innkaup sín.
Fréttablaðið birti 3. maí sl. samtal við forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, þar sem fjölbreytt þjónusta fasteignaumsjónarsviðs Daga var rædd.
Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.