Slökkvilið Akureyrar hóf í gær þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með rýmingar- og björgunaræfingu á Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhús og í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða umfangsmestu rýmingaræfingu sem Slökkvilið Akureyrar hefur ráðist í. Dagar gegna hlutverki eldvarnafulltrúa að Borgum og sinntu því mikilvægu hlutverki í samstarfsverkefninu.
„Hlutverk okkar var þríþætt, í fyrsta lagi undirbjuggum við starfsmenn í húsinu fyrir æfinguna, kynntum fyrir þeim hlutverk rýmingarfulltrúa og viðbrögð við eld og eldboðum. Í öðru lagi komum við fyrir rýmingargögnum hjá öllum útgöngum og kynntum þau vel. Í þriðja og síðasta lagi gegndum við hlutverki rýmingarstjóra á meðan æfingunni stóð,“ segir Sigurður Óli Sveinsson, starfsmaður fasteignaumsjónar Daga á Norðurlandi. „Æfing sem þessi er mikilvæg og skiptir sköpum að greina og fá endurgjöf á það sem gengur vel og má betur fara.“
Dagar hafa um árabil sinnt hlutverki eldvarnafulltrúa á Borgum. Með þjónustu sem þessari eru Dagar að bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.
Nánari upplýsingar um þjónustu eldvarnafulltrúa hjá Dögum: https://www.dagar.is/fasteignaumsjon/eldvarnarfulltrui
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.