Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með rýmingar- og björgunaræfingu á Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhús og í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða umfangsmestu rýmingaræfingu sem Slökkvilið Akureyrar hefur ráðist í. Dagar gegna hlutverki eldvarnafulltrúa að Borgum og sinntu því mikilvægu hlutverki í samstarfsverkefninu.

„Hlutverk okkar var þríþætt, í fyrsta lagi undirbjuggum við starfsmenn í húsinu fyrir æfinguna, kynntum fyrir þeim hlutverk rýmingarfulltrúa og viðbrögð við eld og eldboðum. Í öðru lagi komum við fyrir rýmingargögnum hjá öllum útgöngum og kynntum þau vel. Í þriðja og síðasta lagi gegndum við hlutverki rýmingarstjóra á meðan æfingunni stóð,“ segir Sigurður Óli Sveinsson, starfsmaður fasteignaumsjónar Daga á Norðurlandi. „Æfing sem þessi er mikilvæg og skiptir sköpum að greina og fá endurgjöf á það sem gengur vel og má betur fara.“

Dagar hafa um árabil sinnt hlutverki eldvarnafulltrúa á Borgum. Með þjónustu sem þessari eru Dagar að bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.

Nánari upplýsingar um þjónustu eldvarnafulltrúa hjá Dögum: https://www.dagar.is/fasteignaumsjon/eldvarnarfulltrui

HAFA SAMBAND
12
.
January
2023

Rafbílavæðing Daga minnkar kolefnissporið um 200 tonn næstu 4 ár

Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.

LESA FRÉTT
16
.
December
2022

Einstök upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndakademíunnar í Hörpu

Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu.

LESA FRÉTT
24
.
October
2022

Gullna brosið veitt fyrir framúrskarandi störf

Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.

LESA FRÉTT