Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með rýmingar- og björgunaræfingu á Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhús og í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða umfangsmestu rýmingaræfingu sem Slökkvilið Akureyrar hefur ráðist í. Dagar gegna hlutverki eldvarnafulltrúa að Borgum og sinntu því mikilvægu hlutverki í samstarfsverkefninu.

„Hlutverk okkar var þríþætt, í fyrsta lagi undirbjuggum við starfsmenn í húsinu fyrir æfinguna, kynntum fyrir þeim hlutverk rýmingarfulltrúa og viðbrögð við eld og eldboðum. Í öðru lagi komum við fyrir rýmingargögnum hjá öllum útgöngum og kynntum þau vel. Í þriðja og síðasta lagi gegndum við hlutverki rýmingarstjóra á meðan æfingunni stóð,“ segir Sigurður Óli Sveinsson, starfsmaður fasteignaumsjónar Daga á Norðurlandi. „Æfing sem þessi er mikilvæg og skiptir sköpum að greina og fá endurgjöf á það sem gengur vel og má betur fara.“

Dagar hafa um árabil sinnt hlutverki eldvarnafulltrúa á Borgum. Með þjónustu sem þessari eru Dagar að bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.

Nánari upplýsingar um þjónustu eldvarnafulltrúa hjá Dögum: https://www.dagar.is/fasteignaumsjon/eldvarnarfulltrui

HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT