Slökkvilið Akureyrar hóf í gær þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með rýmingar- og björgunaræfingu á Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhús og í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða umfangsmestu rýmingaræfingu sem Slökkvilið Akureyrar hefur ráðist í. Dagar gegna hlutverki eldvarnafulltrúa að Borgum og sinntu því mikilvægu hlutverki í samstarfsverkefninu.
„Hlutverk okkar var þríþætt, í fyrsta lagi undirbjuggum við starfsmenn í húsinu fyrir æfinguna, kynntum fyrir þeim hlutverk rýmingarfulltrúa og viðbrögð við eld og eldboðum. Í öðru lagi komum við fyrir rýmingargögnum hjá öllum útgöngum og kynntum þau vel. Í þriðja og síðasta lagi gegndum við hlutverki rýmingarstjóra á meðan æfingunni stóð,“ segir Sigurður Óli Sveinsson, starfsmaður fasteignaumsjónar Daga á Norðurlandi. „Æfing sem þessi er mikilvæg og skiptir sköpum að greina og fá endurgjöf á það sem gengur vel og má betur fara.“
Dagar hafa um árabil sinnt hlutverki eldvarnafulltrúa á Borgum. Með þjónustu sem þessari eru Dagar að bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.
Nánari upplýsingar um þjónustu eldvarnafulltrúa hjá Dögum: https://www.dagar.is/fasteignaumsjon/eldvarnarfulltrui
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.