Dagar taka við ræstingum Hveragerðisbæjar

Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga var undirritaður nýverið. Samningurinn er gerður í kjölfarútboðs þar sem Dagar lögðu fram lægsta tilboð af þeim 8 aðilum sem buðu í verkið. Um er að ræða ræstingu á bæjarskrifstofu, Grunnskólanum í Hveragerði, Leikskólanum Óskalandi, Leikskólanum Undralandi,Upplýsingamiðstöðinni og bókasafninu auk ræstingu á húsnæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Með góðri niðurstöðu útboðsins er ljóst að Hveragerðisbær mun ná fram umtalsverðri hagræðingu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálmar Óla Magnússon, framkvæmdastjóra Daga hf, Björk Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu- og viðskiptaþróunar Daga hf, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Helgu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra við undirritunina. 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT