Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga var undirritaður nýverið. Samningurinn er gerður í kjölfarútboðs þar sem Dagar lögðu fram lægsta tilboð af þeim 8 aðilum sem buðu í verkið. Um er að ræða ræstingu á bæjarskrifstofu, Grunnskólanum í Hveragerði, Leikskólanum Óskalandi, Leikskólanum Undralandi,Upplýsingamiðstöðinni og bókasafninu auk ræstingu á húsnæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Með góðri niðurstöðu útboðsins er ljóst að Hveragerðisbær mun ná fram umtalsverðri hagræðingu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálmar Óla Magnússon, framkvæmdastjóra Daga hf, Björk Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu- og viðskiptaþróunar Daga hf, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Helgu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra við undirritunina.
Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.