Dagar taka við ræstingum Hveragerðisbæjar

Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga var undirritaður nýverið. Samningurinn er gerður í kjölfarútboðs þar sem Dagar lögðu fram lægsta tilboð af þeim 8 aðilum sem buðu í verkið. Um er að ræða ræstingu á bæjarskrifstofu, Grunnskólanum í Hveragerði, Leikskólanum Óskalandi, Leikskólanum Undralandi,Upplýsingamiðstöðinni og bókasafninu auk ræstingu á húsnæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Með góðri niðurstöðu útboðsins er ljóst að Hveragerðisbær mun ná fram umtalsverðri hagræðingu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálmar Óla Magnússon, framkvæmdastjóra Daga hf, Björk Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu- og viðskiptaþróunar Daga hf, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Helgu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra við undirritunina. 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT
23
.
July
2025

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.

LESA FRÉTT
10
.
June
2025

Gleði og fjör á Fjölskylduhátíð Daga í Árbæjarsafni 🎉

Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.

LESA FRÉTT