Fjölskyldudagur Daga

Mikil eftirvænting er ávallt eftir fjölskyldudeginum okkar. Í ár líkt og undanfarin ár var dagurinn haldinn í Skemmtigarðinum í Gufunesi, í byrjun september. Fjöldi starfsmanna Daga og börn þeirra mættu, þrátt fyrir nokkrar skúradembur.

Fjölskyldur starfsmanna Daga hafa aðgang að öllu sem skemmtigarðurinn hefur upp á að bjóða, skemmtun fyrir börnin, unglingana og fullorðna fólkið.  Fjölbreytt fjör við allra hæfi s.s.  minigolf, lasertag, bogfimi, þrautabraut, andlitsmálun, hoppukastali, fótboltagolf, sjóræningjaland, krítar og litaborð, veltipétur, frisbígolf, klessubolti og samstæðuspil.

Boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candi floss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.

 

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT