Fjölskyldudagur Daga

Mikil eftirvænting er ávallt eftir fjölskyldudeginum okkar. Í ár líkt og undanfarin ár var dagurinn haldinn í Skemmtigarðinum í Gufunesi, í byrjun september. Fjöldi starfsmanna Daga og börn þeirra mættu, þrátt fyrir nokkrar skúradembur.

Fjölskyldur starfsmanna Daga hafa aðgang að öllu sem skemmtigarðurinn hefur upp á að bjóða, skemmtun fyrir börnin, unglingana og fullorðna fólkið.  Fjölbreytt fjör við allra hæfi s.s.  minigolf, lasertag, bogfimi, þrautabraut, andlitsmálun, hoppukastali, fótboltagolf, sjóræningjaland, krítar og litaborð, veltipétur, frisbígolf, klessubolti og samstæðuspil.

Boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candi floss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.

 

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
13
.
November
2025

Dagar styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar 💙

Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.

LESA FRÉTT
3
.
November
2025

Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025

Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025

LESA FRÉTT
23
.
October
2025

Bleiki dagurinn 2025

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.

LESA FRÉTT