Við gerðum okkur glaðan dag í síðustu viku og afhentum starfsfólki Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf.
Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt reglulega fyrir framúrskarandi störf. Viðurkenningin er grundvölluð annars vegar á endurgjöf viðskiptavina, hrósi þeirra og ábendingum og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki. Viðurkenningin er veitt mánaðarlega og auk þess er Gullna bros ársins afhent árlega.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnið verk. Við hvetjum einnig starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.
Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.
Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.
Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu.