Dagar héldu erindi um ábyrga notkun hreingerningarefna, fræðslu og þjálfun starfsmanna í þrifum, á ráðstefnu sem Vinnueftirlitið hélt nýverið. Agata T. Siek gæðastjóri og Ívar Harðarson sviðstjóri ræstingarsviðs Daga höfðu veg og vanda að kynningu erindisins.
Fram kom í erindi Agötu, mikilvægi fræðslu og stuðnings við starfsmenn í gegnum kennslu. Ítarlegar vinnulýsingar væru gerðar á verkinu, þar sem bæði notkun efna og áhalda væri á tungumáli starfsmannsins, með því væru skapaðar bestu vinnu og öryggisaðstæður. Ábyrg notkun hreingerningarefna væru Dögum ofarlega í huga og væri fyrirtækið Svansvottað.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.