Dagar héldu erindi um ábyrga notkun hreingerningarefna, fræðslu og þjálfun starfsmanna í þrifum, á ráðstefnu sem Vinnueftirlitið hélt nýverið. Agata T. Siek gæðastjóri og Ívar Harðarson sviðstjóri ræstingarsviðs Daga höfðu veg og vanda að kynningu erindisins.
Fram kom í erindi Agötu, mikilvægi fræðslu og stuðnings við starfsmenn í gegnum kennslu. Ítarlegar vinnulýsingar væru gerðar á verkinu, þar sem bæði notkun efna og áhalda væri á tungumáli starfsmannsins, með því væru skapaðar bestu vinnu og öryggisaðstæður. Ábyrg notkun hreingerningarefna væru Dögum ofarlega í huga og væri fyrirtækið Svansvottað.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.