Undirbúningur ytra umhverfis fasteigna á haustmánuðum

Fyrirbyggjandi viðhald fasteigna er besta leiðin til að tryggja að fasteignir haldi verðgildi sínu og virkni, en einnig til að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, aðlaðandi og hagkvæman hátt.

Að loknum sumarfríum og þegar haustið nálgast þá er góð regla að mynda sér yfirsýn yfir alla mögulega verkþætti sem kemur til með að hjálpa til við samhæfingu verkefna og tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna og tíma. Niðurstöður úttekta sem þessara eru jafn mismunandi og þær eru margar, t.d. háð tegund starfsemi, árstíma og ástandi fasteigna en þó eru ýmsir hlutir sem geta átt við ólíkar tegundir fasteigna.  

Mikilvægt er að huga jafnt að undirbúningi þátta í ytra umhverfi fasteigna sem og þá hluta sem eru innanhúss. Við höfum því skipt yfirlitinu okkar upp í tvo hluta; undirbúningur fyrir haustið sem snýr að ytra umhverfi og undirbúningur fyrir haustið sem snýr að innri starfsemi. Þessi hluti snýr að ytra umhverfi fasteigna.

1. Gluggaþvottur

Tími gluggaþvottar er runnin upp með lækkandi sól. Hreinar rúður og hreinir glerfletir eru mikilvægur hluti af ásýnd og ímynd fyrirtækja og hafa mikið að segja þegar kemur að vellíðan starfsmanna.

2. Þakrennur og niðurföll

Þegar hausta tekur skal ganga úr skugga um að þakrennur og niðurföll séu laus við rusl og veiti vatni í burtu á fullnægjandi hátt. Þetta heldur ekki síður áfram að skipta máli þegar líður á haustið og laufblöð halda áfram að falla.

Einnig getur verið sniðugt að klippa yfirhangandi tré til að halda laufum og rusli frá þakinu. Stíflaðar þakrennur geta valdið því að þakrennur stíflist, sem getur skemmt klæðningu í kringum þök og ollið vatnsskemmdum. Í köldu vetrarveðri getur vatn í þakrennum frosið og valdið ísstíflum sem skemma þök og leitt til leka. Niðurrennsli ættu að beina vatni á fullnægjandi hátt frá ytra byrði byggingarinnar.

3. Örugg aðkoma

Þegar snjóa tekur og byrjar að frysta skiptir miklu máli að huga að öryggi vegfarenda í kringum fasteignina. Hiti í gangstéttum og plönum er þá lykilatriði og mikilvægt að tryggja að öll kerfi virki sem skildi. Til dæmis skal mæla frostlög í lokuðum kerfum og athuga hvort uppblöndun sé í lagi þar sem það á við.

Einnig er mikilvægt að hafa snjómokstur á hreinu og tryggja viðbragðsáætlanir tengdar snjóþungum dögum.

4. Lýsing í ytra umhverfi fasteignar

Útilýsing er sett upp í öryggis- og hönnunarskyni, en hún virkar aðeins þegar allir innviðir virka eins og til er ætlast.

Margt getur valdið eyðileggingu á útilýsingu. Náttúrulegir þættir eins og veður og gróðurvöxtur eru algengir sökudólgar, en fólk og dýr geta verið það líka.

Ekki hafa áhyggjur samt. Reglulegt viðhald útiljósa getur hjálpað til við að viðhalda líftíma búnaðarins.

5. Ástandsrýni bygginga

Eftirlit með rakaskemmdum og markvissar ástandsskoðanir utanhúss og innanhúss geta lækkað viðhaldskostnað til muna. Einfaldir hlutir eins og sjónskoðun á steypu, gluggum og þaki og viðeigandi viðbragðsáætlanir geta komið í veg fyrir stóra útgjaldaliði ef gripið er inn í of seint. Séu rakaskemmdir til staðar verður utantekningalaust að bregðast við sem fyrst og finna viðeigandi lausnir.

HAFA SAMBAND
10
.
September
2025

Guli dagurinn

Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.

LESA FRÉTT
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT
23
.
July
2025

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.

LESA FRÉTT