Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig í bæði hraða og gæðum.
Gluggaþvottameistarar Daga árið 2024 eru:
1. sæti - Leonard Bizoi
2. sæti - Iryna Bozhenko
3. sæti - Vakhtang Gabroshvili
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum sem mættu, tóku þátt í keppninni og hvöttu keppendur áfram. Þetta var ótrúlega skemmtilegt! Leyfum meðfylgjandi myndbandi að tala sínu máli.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025