Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig í bæði hraða og gæðum.
Gluggaþvottameistarar Daga árið 2024 eru:
1. sæti - Leonard Bizoi
2. sæti - Iryna Bozhenko
3. sæti - Vakhtang Gabroshvili
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum sem mættu, tóku þátt í keppninni og hvöttu keppendur áfram. Þetta var ótrúlega skemmtilegt! Leyfum meðfylgjandi myndbandi að tala sínu máli.
Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.
Dagafréttir eru fréttabréf Daga sem ætlað er að veita innsýn í verkefnin okkar, starfsfólkið og lífið á vinnustaðnum.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.