Nýr fjármálastjóri Daga

Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga.  Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.

 

„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir.  Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“

 

Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
29
.
April
2021

Dagar hafa gengið til samstarfs við Vinnuvernd

Vinnuvernd sérhæfir sig í fjölbreyttri þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. Markmiðið með þessari samvinnu er að þjónustan stuðli að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.

LESA FRÉTT
30
.
March
2021

Dagar leita að öflugu sölufólki og sérfræðingum í verkskipulagningu og straumlínustjórnun

Dagar leita að öflugu sölufólki og sérfræðingum í verkskipulagningu og straumlínustjórnun

LESA FRÉTT
3
.
March
2021

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á COVID tímum á Keflavíkurflugvelli

Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.

LESA FRÉTT