Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga. Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.
„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir. Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“
Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.