Nýr fjármálastjóri Daga

Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga.  Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.

 

„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir.  Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“

 

Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.

 

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
5
.
January
2026

Dagar styrkja KF Döff

Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.

LESA FRÉTT
2
.
January
2026

Gleðilegt nýtt ár 2026!

Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

LESA FRÉTT
19
.
December
2025

Dagar veita Kvennaathvarfinu jólastyrk

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.

LESA FRÉTT