Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga. Finnbogi hefur starfað sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá ION Hotel ehf og tengdum félögum undanfarin ár og nokkur ár þar á undan sem fjármálastjóri 66°Norður.
„Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í þeirri framtíðarsýn sem er verið að móta fyrir félagið um þessar mundir. Dagar hf byggir á traustum grunni með samstilltan hóp starfsfólks sem verður gaman að vinna með.“
Finnbogi er viðskipta- og hagfræðingur, giftur Svönu Huld Linnet forstöðumanni fyrirtækjaráðgjafar hjá Landsbankanum og eiga þau tvö börn.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.