Dagar hafa tekið við veitingaþjónustu í mötuneytum SÁÁ fyrir Vog, Vík, Von og Vin.
Matreiðslumaður Daga er staðsettur í fyrirtækinu og með því skapast heimilislegt og persónulegt yfirbragð. SÁÁ er með ræstinga- og fasteignaumsjón frá Dögum en nú nýlega bættu þeir einnig veitingaþjónstu Daga við í mötuneytum sínum.
Með samhæfðum þjónustulausnum á hendi eins þjónustuaðila skapast aukin hagræðing og betri yfirsýn.
Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.