Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.
Við hjá Dögum erum stolt að segja frá því að á dögunum hlaut Keflavíkurflugvöllur sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla fyrir hreinlæti á síðasta ári en Keflavíkur flugvöllur mældist í hópi efstu 25% flugvalla í Evrópu.
Velgengni Daga er fólgin í okkar frábæra starfsfólki sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í þrifum og þjónustu við gesti flugvallarins.
Hægt er að lesa frétt um viðurkenningu Alþjóðasamtaka inn á heimasíðu Isavia;

Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.
Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.
Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.