Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á COVID tímum á Keflavíkurflugvelli

Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.

Við hjá Dögum erum stolt að segja frá því að á dögunum hlaut Keflavíkurflugvöllur sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla fyrir hreinlæti á síðasta ári en Keflavíkur flugvöllur mældist í hópi efstu 25% flugvalla í Evrópu.

Velgengni Daga er fólgin í okkar frábæra starfsfólki sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í þrifum og þjónustu við gesti flugvallarins.

Hægt er að lesa frétt um viðurkenningu Alþjóðasamtaka inn á heimasíðu Isavia;

HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT