Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á COVID tímum á Keflavíkurflugvelli

Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.

Við hjá Dögum erum stolt að segja frá því að á dögunum hlaut Keflavíkurflugvöllur sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla fyrir hreinlæti á síðasta ári en Keflavíkur flugvöllur mældist í hópi efstu 25% flugvalla í Evrópu.

Velgengni Daga er fólgin í okkar frábæra starfsfólki sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í þrifum og þjónustu við gesti flugvallarins.

Hægt er að lesa frétt um viðurkenningu Alþjóðasamtaka inn á heimasíðu Isavia;

HAFA SAMBAND
9
.
July
2021

Vinnuumhverfi á tímum breytinga

Viðmið vinnustaða um hvað einkennir heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi hafa tekið breytingum eftir að heimsfaraldurinn fór að gera vart við sig. Nú þegar fyrirtæki eru í óða önn að opna dyr sínar á nýjan leik höfum við tekið eftir því að það eru ýmsir hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga.

LESA FRÉTT
29
.
April
2021

Dagar hafa gengið til samstarfs við Vinnuvernd

Vinnuvernd sérhæfir sig í fjölbreyttri þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. Markmiðið með þessari samvinnu er að þjónustan stuðli að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.

LESA FRÉTT
18
.
February
2021

Dagar taka við ræstingum Hveragerðisbæjar

Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga hf var undirritaður nýverið.

LESA FRÉTT