Á skyndihjálparnámskeiðinu var farið í grunnendurlífgun og fengu allir þáttakendur að spreyta sig á hjartahnoði og blæstri, einnig var farið yfir grunnatriði í skyndihjálp, s.s. losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar og öryggi á vettvangi. Með námskeiði sem þessu öðlast þáttakendur öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Kennd voru rétt handtök sem auðvelda til muna viðbrögðin þegar á reynir á slysstað.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.