Á skyndihjálparnámskeiðinu var farið í grunnendurlífgun og fengu allir þáttakendur að spreyta sig á hjartahnoði og blæstri, einnig var farið yfir grunnatriði í skyndihjálp, s.s. losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar og öryggi á vettvangi. Með námskeiði sem þessu öðlast þáttakendur öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Kennd voru rétt handtök sem auðvelda til muna viðbrögðin þegar á reynir á slysstað.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.
Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.