Á skyndihjálparnámskeiðinu var farið í grunnendurlífgun og fengu allir þáttakendur að spreyta sig á hjartahnoði og blæstri, einnig var farið yfir grunnatriði í skyndihjálp, s.s. losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar og öryggi á vettvangi. Með námskeiði sem þessu öðlast þáttakendur öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Kennd voru rétt handtök sem auðvelda til muna viðbrögðin þegar á reynir á slysstað.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.