Fréttablaðið birti 3. maí sl. samtal við forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, þar sem fjölbreytt þjónusta fasteignaumsjónarsviðs Daga var rædd.
"Fasteign er oftar en ekki ein stærsta fjárfesting og verðmætasta eign einstaklinga og fyrirtækja. Til að hámarka ávinning af þeirri fjárfestingu er mikilvægt að haga umsjón með fasteigninni á skipulegan hátt þannig að ástand, ásýnd og virkni eignarinnar leiði af sér að eignin sé í senn arðbær fjárfesting fyrir eigendur og hentug og eftirsóknarverð aðstaða fyrir notendur hennar,“ kom Pálmar meðal annars inn á.
Þar að auki ræddu þau þróun markaðarins, fjölbreytileika þjónustuframboðs Daga og mikilvægi þess að nýta óháða aðila í eftirlitshlutverk eins og eldvarnaeftirlit.
Smellið hér eða á hlekkinn undir myndinni til að lesa alla greinina.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.