Dagar létta fyrirtækjum lífið með daglegum rekstri og viðhaldi fasteigna

Fréttablaðið birti 3. maí sl. samtal við forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, þar sem fjölbreytt þjónusta fasteignaumsjónarsviðs Daga var rædd.

"Fasteign er oftar en ekki ein stærsta fjárfesting og verðmætasta eign einstaklinga og fyrirtækja. Til að hámarka ávinning af þeirri fjárfestingu er mikilvægt að haga umsjón með fasteigninni á skipulegan hátt þannig að ástand, ásýnd og virkni eignarinnar leiði af sér að eignin sé í senn arðbær fjárfesting fyrir eigendur og hentug og eftirsóknarverð aðstaða fyrir notendur hennar,“ kom Pálmar meðal annars inn á.

Þar að auki ræddu þau þróun markaðarins, fjölbreytileika þjónustuframboðs Daga og mikilvægi þess að nýta óháða aðila í eftirlitshlutverk eins og eldvarnaeftirlit.

Smellið hér eða á hlekkinn undir myndinni til að lesa alla greinina.

HAFA SAMBAND
16
.
January
2026

Vinna að bættum loftgæðum og mygluvörnum

Dagar og Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna.

LESA FRÉTT
5
.
January
2026

Dagar styrkja KF Döff

Dagar eru stoltir styrktaraðilar keiluliðsins KF Döff hjá ÍR, sem er skipað heyrnalausum leikmönnum og leikmönnum með mikla heyrnarskerðingu.

LESA FRÉTT
2
.
January
2026

Gleðilegt nýtt ár 2026!

Við hjá Dögum óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

LESA FRÉTT