Fréttablaðið birti 3. maí sl. samtal við forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, þar sem fjölbreytt þjónusta fasteignaumsjónarsviðs Daga var rædd.
"Fasteign er oftar en ekki ein stærsta fjárfesting og verðmætasta eign einstaklinga og fyrirtækja. Til að hámarka ávinning af þeirri fjárfestingu er mikilvægt að haga umsjón með fasteigninni á skipulegan hátt þannig að ástand, ásýnd og virkni eignarinnar leiði af sér að eignin sé í senn arðbær fjárfesting fyrir eigendur og hentug og eftirsóknarverð aðstaða fyrir notendur hennar,“ kom Pálmar meðal annars inn á.
Þar að auki ræddu þau þróun markaðarins, fjölbreytileika þjónustuframboðs Daga og mikilvægi þess að nýta óháða aðila í eftirlitshlutverk eins og eldvarnaeftirlit.
Smellið hér eða á hlekkinn undir myndinni til að lesa alla greinina.
Í mars tóku Dagar þátt í Mottumars átakinu og tókum við ákvörðun um að greiða tekjur af öllum nýjum mottusamningum í mars til Mottumars málefnisins.
Í viðtal við forstjóra Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 27. apríl s.l. undir yfirskriftinni „Það verða engar framfarir án breytinga“, er því lýst hvernig forstjórinn vill beita sér fyrir breyttri hugsun í því hvernig ríkið nálgast innkaup sín.
Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.