Nútímalegt og aðlaðandi starfsumhverfi skiptir sífellt meira máli. Fyrirtæki framtíðarinnar skilja hvaða kröfur viðskiptavinir og starfsfólk gera um upplifun af starfseminni.
Eitt stærsta viðfangsefnið er að aðlaga reksturinn að þeim tólum og tækjum sem verða í boði í framtíðinni. Þessi fyrirtæki munu taka af skarið og vera leiðandi í þeirri þróun.
Fyrirtæki framtíðarinnar leggja áherslu á vellíðan starfsfólks og upplifun þeirra og viðskiptavina. Stjórnendur vita hvernig á að efla og styðja sköpunargleði starfsfólks og möguleikann til að taka þátt í nýsköpun og framþróun.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.