Viðhald gólfa á veturna

Veturinn er krefjandi árstíð þegar kemur að viðhaldi gólfa, enda berst oft inn snjór, salt og sandur sem hefur slæm áhrif á yfirborð gólfa. Rétt umhirða á þessum tíma getur lengt líftíma gólfsins og haldið fletinum snyrtilegum þrátt fyrir áskoranir vetrarins. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

Mottur: Gott er að hafa sterkar og vatnsheldar mottur bæði fyrir innan og utan hurðir til að fanga bleytu og óhreinindi áður en það berst inn á gólf. Með reglulegum skiptum á mottum tryggir þú hreint og öryggt umhverfi.

Regluleg þrif: Með reglulegum þrifum er hægt að koma í veg fyrir uppsöfnun á sandi og salti. Sandur getur rispað yfirborð gólfa, en salt getur valdið blettum og jafnvel skemmt viðkvæm efni.

Viðbrögð við vatni: Snjór og ís geta bráðnað og valdið vatnsskemmdum ef ekki er brugðist skjótt við. Mikilvægt er að þurrka upp vatn sem safnast saman á gólfi um leið og þess verður vart.

Hita- og rakastig: Til að koma í veg fyrir að viðargólf springi eða gliðni, er gott að halda stöðugu hita- og rakastigi innandyra yfir vetrartímann.

Regluleg umhirða tryggir ekki aðeins betri útlit og nærandi vinnuumhverfi heldur sparar einnig tíma og kostnað við viðgerðir til lengri tíma litið.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT