23 viðurkenningar fyrir 345 ár í starfi

Þann 16. desember sl. afhentu Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, og Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga, árlegar viðurkenningar fyrir starfsaldur hjá fyrirtækinu. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10, 15 og 25 ára störf.

Einu sinni á ári er þeim starfsmönnum sem náð hafa þessum áfanga boðið til hátíðlegrar athafnar þar sem þeim eru veittar viðurkenningar og þakkir fyrir framlag sitt og vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. Dagar hafa veitt viðurkenningar tengdar starfsaldri frá árinu 2010.

Alls fengu 23 starfsmenn starfsaldursgjöf að þessu sinni fyrir alls 345 ár í starfi. Þar af hafa 5 starfsmenn starfað í 25 ár hjá fyrirtækinu, 8 starfsmenn sem hafa verið hjá okkur í 15 árog 10 einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi.

Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga: „Dagar eru stolt af sínu frábæra starfsfólki, starfsfólkið er lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Starfsaldursviðurkenningar eru þakklætisvottur og viðurkenning fyrirtækisins til starfsmanna um framlag þeirra og vel unnin störf. Þetta hár starfsaldur fjölda starfsmanna er staðfesting á því að Dagar þyki það góður og eftirsóknarverður vinnustaður að fólk vilji vinna þar svo áratugum skiptir.“

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT
23
.
July
2025

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.

LESA FRÉTT
10
.
June
2025

Gleði og fjör á Fjölskylduhátíð Daga í Árbæjarsafni 🎉

Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.

LESA FRÉTT