6 góðar ástæður fyrir reglulegum gluggaþrifum

Það hefur sýnt sig að hreinir gluggar stuðla að bættri heilsu og bæta skap og vellíðan allra sem koma inn.

Við vitum að það getur verið vesen að þrífa glugga á mörgum hæðum sjálfur, en ávinningurinn af verkinu leinir ekki á sér. Þar að auki eru þeir ekki margir innan fyrirtækisins sem vilja forgangsraða gluggaþrifum fram fyrir önnur mikilvæg verkefni og flestir kjósa að verkið sé unnið hratt og rétt.

Í ljósi þess haustið nálgast með lækkandi sól og auknum sýnleika á óhreinindin á gleri og gluggum, þá höfum við tekið saman 6 hluti sem snúa að ávinning hreinna glugga. Vonandi létta þessir punktar þér lífið ef þú átt erfitt með að réttlæta regluleg gluggaþrif hjá fyrirtækinu þínu:

1. Bætt ásýnd fyrirtækisins.

Hreinsa ætti glugga tvisvar til þrisvar á ári til að viðhalda hreinu og faglegu útliti þar sem veðrun mun smám saman valda því að óhreinindi safnast upp. Hreinir gluggar gera bæði innra og ytra byrði fyrirtækisins þíns meira aðlaðandi og sólarljós fær að skína í gegn án þess að skuggar falli af vatnsútfellingum eða fingraförum.

Fyrir eigendur fyrirtækja getur þetta verið munurinn á því að loka og klikka á sölu, meðal annars vegna þess að vel hirt bygging með hreinum gluggum gefur til kynna samviskusemi og að þú sért tilbúin að sjá um jafnvel minnstu smáatriði.

2. Fjarlægðu óholla myglu úr gluggum.

Mygla kemur stundum fram sem ljótir dökkir eða svartir blettir á gluggum eða gluggasyllum. Mygla vex og dafnar á heitum, blautum stöðum. Því miður getur þétting glugga skapað kjörinn stað fyrir myglu að dafna. Mygla getur líka verið á milli glersins og hlífarinnar í glugganum og erfitt að taka eftir því. Fagleg ræstingaþjónusta er vön að takast á við myglu og getur notað efni og góðheildar þrif til að útrýma óhollri myglu úr gluggum og umhverfi.

3. Minnka ofnæmisvalda innanhúss

Frjókorn, ryk og aðrir ofnæmisvaldar geta safnast saman á gluggakistum og haft áhrif á heilsu starfsfólks og gesta. Einkenni geta verið höfuðverkur, þreyta, nefrennsli, hósti, hnerri og kláði í augum. Regluleg þrif geta hjálpað til við að draga úr ofnæmisvökum með því að þrífa glugga vandlega.

4. Komdu í veg fyrir að skordýr og meindýr venji komu sína í fyrirtækið þitt.

Komdu í veg fyrir að geitungar, maríubjöllur og köngulær venji komu sína í fyrirtækið þitt. Köngulær finna oft að gluggar séu öruggur staður til að byggja hreiður án þess að húseigendur taki eftir þeim. Regluleg gluggaþrif fjarlægja skordýrahreiður í leiðinni.

5. Uppgötvaðu gluggavandamál snemma.

Gluggahreinsun er ekki bara gluggahreinsun. Þegar rétt er staðið að málum þá eru gluggarnir og glerin einnig skoðuð vandlega og ef eitthvað er að þá er hægt að bregðast við með viðeigandi viðhaldi.

Þegar vandamál eru greind snemma getur það sparað húseigendum peninga til lengri tíma litið. Sem dæmi um þetta eru áhrif árstíðabundins veðurs á fasteignir, sem getur leitt til stærri viðgerðareikninga og tímafrekari endurbótalausna ef þau eru ekki tækluð tímanlega.

6. Lengdu líftíma glugganna þinna.

Líftími eigna eykst með reglulegu viðhaldi og það á líka við um gler. Gler sem fær ekki reglulegt viðhald lítur illa út og getur verið næmara fyrir sprungum og flísum.

Fagleg gluggahreinsun ætti að fara fram að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á ári og það borgar sig alltaf að ráða fagmenn til verksins.

-         Þú færð hugarró um að viðeigandi gluggahreinsi búnaði, verkfærum og aðferðum sé beitt.

-         Ending glugganna þinna er bætt með því að veita þeim fyllstu aðgát.

-         Þú úthýsir tímafrekri gluggahreinsun til fagmanna og losar tíma þinn svo þú getir gert það sem skiptir ykkur mestu máli.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
12
.
September
2022

Fjölskyldudagur Daga

Fjölskyldudagur Daga haldinn með pompi og prakt í Skemmtigarðinum Grafarvogi. Margt var um manninn og lék veðrið við starfsmenn Daga og fjölskyldur þeirra.

LESA FRÉTT
1
.
September
2022

Skipulag viðhalds innanhúss á haustmánuðum

Haustið nálgast og mikilvægt er að huga að undirbúningi fasteigna fyrir þennan árstíma. Í þessari grein höfum við tekið saman 4 ábendingar sem skipta máli fyrir innra umhverfi fasteigna.

LESA FRÉTT
1
.
September
2022

Undirbúningur ytra umhverfis fasteigna á haustmánuðum

Haustið nálgast og mikilvægt er að huga að undirbúningi fasteigna fyrir þennan árstíma. Í þessari grein höfum við tekið saman 6 þætti sem skipta máli í viðhaldi ytra umhverfis fasteigna á haustmánuðum

LESA FRÉTT