Dagar eru rótgróið þjónustufyrirtæki á íslenskum markaði sem hefur verið starfrækt í um 40 ár. Fyrirtækið sérhæfir sig í fasteignaumsjón, ræstingum, hreingerningum og sérhæfðum vinnustaðalausnum með skýrum áherslum á umhverfis- og mannauðsmál, sem hafa lengi verið leiðarljós í rekstrinum.
Brynhildur Guðmundsdóttir tók við forstjórastöðu á árinu en hún hafði frá árinu 2023 sinnt hlutverki sviðsstjóra þjónustu- og ræstingasviðs innan fyrirtækisins.
„Sem stjórnandi hef ég lagt áherslu á að einblína fyrst og fremst á fólk. Forysta þarf að vera hlý, fagleg og gagnsæ og skapa umhverfi þar sem fólk finnur tilgang, traust og vilja til að leggja sig fram. Þegar þessi grunnur er til staðar verða samskipti skýr, tengsl sterk og teymið vinnur saman sem ein heild. Úr því sprettur það sem skiptir mestu máli; frábær og áreiðanleg þjónusta sem við getum verið stolt af,“ segir Brynhildur varðandi áherslur hennar innan Daga.
Hún segir að eitt af því sem henni þyki hvað ánægjulegast við starfið sé að sjá þegar þessi nálgun skilar sér í auknu trausti og sterkari teymisvinnu í daglegum verkefnum.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025